Stærsti eftirskjálftinn 3 að stærð

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt skjálftanum sem varð í kvöld.
Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt skjálftanum sem varð í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Nokkrir stórir eftirskjálftar hafa orðið við Grímsey í kvöld, en þar varð skjálfti 3,8 að stærð þegar klukkan var 22 mínútur gengin í átta að kvöldi.

Stærsti eftirskjálftinn mældist 3 að stærð og varð hann tvær mínútur yfir miðnætti. 

Jarðskjálftavirkni er algeng á svæðinu að sögn vakthafandi sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar tilkynningar bárust um skjálftann fyrr í kvöld, en tilkynningar hafa ekki borist vegna eftirskjálftanna. 

Á Tjörnesbrotabeltinu hafa alls orðið 71 skjálfti á síðustu 48 klukkustundum, þar af voru 14 á bilinu 2 til 3 að stærð og tveir yfir 3. Flestir hafa þeir orðið austur og norðaustur af eyjunni, sem er nyrsta byggða eyjan við Íslandsstrendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert