Fyrstu arfhreinu ARR-lömbin fædd

Greinst hafa um 800 lömb með ARR-erfðabreytileikann.
Greinst hafa um 800 lömb með ARR-erfðabreytileikann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið er að greiningu sýna sem tekin voru úr lömbum í vor vegna átaks í arfgerðargreiningum með tilliti til verndandi erfðabreytileika gagnvart riðu. Greinst hafa um 800 lömb með ARR-erfðabreytileikann, sem er verndandi gegn riðu, og er vonast til að þau verði alls um þúsund.

Komið hefur í ljós að á Þernunesi við Reyðarfjörð eru 11 lömb frá því í vor arfhrein fyrir ARR-genasamsætunni, þar af 5 hrútar, en Þernunes er eini bærinn þar sem arfgerðin hefur fundist. Eru þetta fyrstu arfhreinu gripirnir hér á landi. Strax næsta vetur munu bændur sem nú eiga gimbrar með ARR fá færi á að halda þeim undir „ARR-hrútum“ og búa til arfhreina einstaklinga.

Skoðaðir eru fimm breytileikar og hefur komið í ljós í evrópsku rannsóknarverkefni um riðu á Íslandi að allir veita töluverða vernd hér á landi. Mikilvægt er talið að fá staðfestingu á gagnsemi sem flestra erfðabreytileika hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert