Viðsnúningur mikill og merki um samdrátt

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. mbl.is/Sigurður Bogi

Blikur eru á lofti í byggingariðnaði næstu mánuði og ár ef tekið er mið af talsverðum samdrætti hjá arkitekta- og verkfræðistofum á þessu ári. Mikill viðsnúningur hefur orðið á tólf mánuðum. Árið 2022 var sókn í hönnun á nýju húsnæði en nú er samdráttur í veltu lítilla og meðalstórra arkitektastofa á landinu.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að hár kostnaður í fjármögnun og byggingarverði, á sama tíma og sölutími lengist og verð standi í stað eða lækki, vegi þungt.

Þó þurfi líka að líta til þess að of lítið hafi verið byggt í langan tíma og þrátt fyrir minni eftirspurn vegna mikils kostnaðar sé þörfin á íbúðarhúsnæði mikil. Þar verði að leita lausna hjá sveitarfélögunum sem hafi allt skipulag, leyfisveitingar, lóðamál og stjórnsýslu á sinni könnu.

„Þétting byggðar er kostnaðarsöm. Bæði er erfiðara að athafna sig, það tekur tíma í skipulagi, það getur verið kostnaðarsamt að gera lóðina byggingarhæfa, eins og þegar þarf að rífa mannvirki sem fyrir eru á lóðinni. Við hjá Samtökum iðnaðarins höfum lagt áherslu á að það sé jafnvægi í borgarskipulagi, þótt þétting sé góðra gjalda verð þá verður að vera þarna jafnvægi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert