Bora eftir heitu vatni við Hótel Selfoss

Boranir eftir heitu vatni eru fram undan á Selfossi, m.a. …
Boranir eftir heitu vatni eru fram undan á Selfossi, m.a. við Hótel Selfoss sem er fyrir miðri mynd. mbl.is/Sigurður Bogi

Tilraunaboranir eftir heitu vatni eru að hefjast á Selfossi og verður byrjað á borun tveggja holna við Geitanes sem er skammt neðan byggðarinnar við bakka Ölfusár.

Öðrum hvorum megin áramóta er síðan áformuð borun tveggja vinnsluholna, er önnur norðan Árvegar skammt frá þeim stað þar sem Hótel Selfoss stendur, en hin er þar stutt neðan við, norður af Hellubakka.

„Við erum að leita að nýju orkuöflunarsvæði við Geitanes. Þar eru vísbendingar um jarðhita og við ætlum að halda áfram leit á þessu svæði, en þar fóru fram rannsóknir fyrir um það bil 20 árum,“ segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna í samtali við Morgunblaðið.

„Síðan erum við líka að fara að bora fyrir framan Hótel Selfoss en þar gætu hugsanlega orðið vinnsluholur,“ segir Sigurður Þór.

Rannsóknarholurnar við Geitanes verða grynnri en hinar, um 200 metra djúpar og segir Sigurður Þór að þar sé verið að svipast um með því að kanna hitastigið á svæðinu. Á hinum stöðunum tveimur, við Hellubakka og Hótel Selfoss, verða rannsóknarholurnar dýpri og segir hann að hægt verði að víkka þær út og gera að vinnsluholum, takist vel til.

Nánar er rætt við Sigurð Þór í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert