Áform verða að engu

Hörður Arnarson.
Hörður Arnarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að vegna ónógs orkuframboðs hafi verkefni um uppbyggingu iðnaðar á Íslandi ekki orðið að veruleika á síðustu árum.

„Til okkar hafa leitað aðilar með mjög áhugaverð verkefni sem því miður er ekki hægt að skrifa undir orkusamninga við,“ segir Hörður. Hann kveðst aðspurður ekki hafa lagt mat á hvaða áhrif þetta hefur haft á verðmætasköpun og hagvöxt á Íslandi. Hitt sé ljóst að þetta dragi úr verðmætasköpun.

Raskar áformum í landeldi

Meðal annars hafi þetta sett strik í áform um landeldi. „Við höfum stutt nokkur slík verkefni en höfum ekki getað stutt öll verkefnin sem hafa leitað til okkar. Svo eru fyrirvarar í samningum um að þau geti ekki farið í fullan vöxt nema nýjar virkjanir komi til hjá okkur.“

Spurður hvort þessi staða geti óbeint hraðað uppbyggingu vindorkuvera segir Hörður að þar sé uppi sama vandamál í leyfisveitingaferlinu og í vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.

„Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið. Við þurfum einfaldlega að setjast niður og gera eins og aðrar þjóðir í kringum okkur, einfalda mjög leyfisveitingaferlið fyrir endurnýjanlega orku og hlýða þannig kalli framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,“ segir Hörður. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert