Keflavíkurflugvöllur opnaður á ný

Tvö flug frá Play eiga að lenda á flugvellinum í …
Tvö flug frá Play eiga að lenda á flugvellinum í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að opna Keflavíkurflugvöll á ný. Upplýsingafulltrúi Play segir að eins og staðan sé núna muni flugvélar Play lenda á flugvellinum í nótt.

Á áætlun er að tvö flug frá Play lendi á Keflavíkurflugvelli í nótt. Annað á að lenda kl. 01:21 frá Lissabon og hitt kl 05:05 frá Madríd. 

Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í samtali við mbl.is að eins og staðan sé núna standi áætluð koma á Keflavíkurflugvöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert