Getum ekki verið með „séríslenska framkvæmd“

Guðrún kveðst tala fyrir því að unnið sé með sambærilegum …
Guðrún kveðst tala fyrir því að unnið sé með sambærilegum hætti hér á landi og gert er í löndunum í kringum okkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ekkert Evrópuland vinna að fjölskyldusameiningum og kveðst tala fyrir því að unnið sé með sambærilegum hætti hér á landi. Hún segir stöðuna snúna.

Hóp­ur Palestínu­manna sem býr hér á landi hef­ur sett upp tjöld fyr­ir utan Alþing­is­húsið vegna kröfu um fjöl­skyldusam­ein­ingu. Er það í mótmælaskyni við aðgerðarleysi stjórnvalda í tengslum við fjölskyldusameiningar. 

Ekkert ríki Norðurlandanna í fjölskyldusameiningum

„Þetta er mjög snúin staða og ég skil vel angist þessa fólks sem á ástvini á Gasa,“ segir Guðrún og bætir við að unnið sé að því að kortleggja stærð hópsins sem bíður fjölskyldusameiningar. Auk þess sem horft er til þess hvað löndin í kringum Ísland eru að gera. 

„Það er ekkert ríki Norðurlandanna í fjölskyldusameiningum og engin lönd í kringum okkur eða í Evrópu, eftir því sem við komumst næst. Þannig að þetta er mjög snúin staða, hvernig á að snúa sér í þessu,“ segir hún. 

Er það leið sem þið viljið fara líka að vera ekki með fjölskyldusameiningar?

„Ég hef talað fyrir því að við eigum að aðlaga okkar útlendingalöggjöf, og málaflokkinn, að löndunum í kringum okkur. Við getum ekki verið hér með einhverja séríslenskar reglur eða séríslenska framkvæmd sem er allt öðruvísi en löndin í kringum okkur eru að gera. Þess vegna hef ég verið að horfa til þess að við séum að vinna með sambærilegum hætti og löndin í kringum okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert