Fresta íbúafundi vegna slyssins

Frá vettvangi í Grindavík í dag.
Frá vettvangi í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi sem halda átti fyrir Grindvíkinga í Laugardalshöll á morgun.

Er það gert í ljósi þess hörmulega slyss sem varð í Grindavík í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Grindavíkurbæ. 

Fundurinn verður á dagskrá í næstu viku en nánari tímasetning verður gefin út síðar. 

Verktaki féll niður í sprungu í Grindavík í dag. Hann var einn við störf að þjappa jarðveg sem hafði verið mokað í sprungu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert