Engin virkni sjáanleg í gossprungunni

Dregið hafði mjög úr virkninni í gærkvöldi og sást þá …
Dregið hafði mjög úr virkninni í gærkvöldi og sást þá aðeins kvika koma upp úr nyrðri gossprungunni. Nú sést aftur á móti engin kvika koma upp. Skjáskot/mbl.is

Engin eldgosavirkni hefur verið sjáanleg í gossprungunni suðaustan við Hagafell eftir klukkan eitt í nótt. Þá mælist heldur enginn gosórói.

Þetta staðfestir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir ótímabært að lýsa yfir goslokum en sérfræðingar munu funda um stöðuna klukkan 9.30. Mögulega verði skorið úr því þá.

Í gærkvöldi hafði dregið verulega úr krafti eldgossins og mátti aðeins sjá virkni í nyrðri gossprungunni.

Jarðvísindamenn spáðu margir fyrir stuttu eldgosi en kraftur eldgossins var fljótur að dvína skömmu eftir að gosið hófst á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert