„Bíða okkar 30 árekstrar um alla borg“

Umferðarteppa á Miklubraut nú síðdegis.
Umferðarteppa á Miklubraut nú síðdegis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það bíða okkar 30 árekstrar út um alla borg. Ég er búinn að kalla út allan minn mannskap,“ segir Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri Áreksturs.is. 

Að sögn hans má rekja þennan fjölda árekstra til þess að umferðarljós hættu að virka sökum rafmagnsleysis um tíma. Þá kyngir niður snjó á höfuðborgarsvæðinu með hléum og skyggni misjafnt. 

Gríðarlegt álag er á starfsmönnum Áreksturs.is.
Gríðarlegt álag er á starfsmönnum Áreksturs.is. Ljósmynd/Kristján Örn

Tvær tilkynningar á mínútu 

„Þetta er með því versta sem við höfum lent í hjá fyrirtækinu. Það er ljóst að við verðum að langt fram á kvöld,“ segir Kristján. Að sögn hans var hann kominn úr vinnugallanum þegar skyndilega varð sprenging í tilkynningum. 

„Bara á meðan ég hef verið að tala við þig (blaðamann) í eina mínútu hafa borist tvær tilkynningar,“ segir Kristján áður en hann rauk í útkall. 

Árekstur.is aðstoðar ökumenn sem lent hafa í árekstri við að fylla út tjónaskýrslur og tryggja nákvæma skoðun á aðstæðum ásamt því að taka myndir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert