Vinsælt nammi tekið af íslenskum markaði

Saltlakkrísnammið Piratos frá þýska sælgætisframleiðandanum Haribo var tekið úr sölu í íslenskum verslunum um mitt ár 2022. Var Top Hatte frá Haribo skipt inn á fyrir Piratos.

Vart hefur orðið við vangaveltur í samfélaginu um hvarf sælgætisins úr hillum verslana.

Eðvarð Leó Geirsson, vörumerkjastjóri hjá Danól sem flytur inn sælgæti frá Haribo, segir Piratos hafa verið tekið úr sölu vegna dræmrar sölu. Segir hann Top Hatte hafa fengið góðar viðtökur á markaði. 

Sælgætið Piratos frá Haribo hefur verið ófáanlegt síðan um mitt …
Sælgætið Piratos frá Haribo hefur verið ófáanlegt síðan um mitt ár 2022. mbl.is/Sigurgeir

Tekið eftir umræðu á netinu

„Undanfarið höfum við verið að sjá umræðu um Haribo Piratos á samfélagsmiðlum og hópum eins og Nammitips, en einnig höfum við verið að fá fyrirspurnir frá neytendum hvort Haribo Piratos sé væntanlegt aftur,“ segir Eðvarð í svari sínu til mbl.is.

Hann segir vöruval Haribo í stöðugri endurskoðun og að sjálfsögðu verði hlustað á eftirspurn. 

„Það kemur vel til greina að fá Haribo Piratos aftur á íslenskan markað,“ segir Eðvarð, spurður hvort það komi til greina að Piratos sjáist aftur í hillum íslenskra verslana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert