Skora á lækna að hætta að skrifa út tilvísanir

Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Félag íslenskra heimilislækna hefur skorað á lækna að taka höndum saman og hætta að skrifa út tilvísanir til barnalækna frá miðjum febrúarmánuði. Er þetta gert til þess að taka á tilvísana- og vottorðafargani innan heilbrigðiskerfisins, að því er fram kemur í Læknablaðinu.

Formaður félagsins, Margrét Ólafía Tómasdóttir, segir í viðtali við Læknablaðið að hún voni að útspilið setji þrýsting á yfirvöld að hlusta á heimilislækna og draga úr starfsálagi þeirra. Áskorunin var send út í byrjun febrúarmánaðar.

Ber að gefa út tilvísun ef þörf er á

Segir hún bæði heimilislækna og barnalækna sem og heilsugæsluna hafa strax mótmælt þegar gildandi tilvísanafyrirkomulag var sett á fyrir sex árum. 

Heilbrigðisráðuneytið var upplýst um áskorunina og svaraði félaginu á þann veg að reglugerð um tilvísanir fyrir börn sé í gildi. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hennar skal heimilis- eða heilsugæslulæknir gefa út tilvísun ef hann telur þörf á að barn fái sérhæfða heilbrigðisþjónustu.

Það sé þó meðvitað um vandann og hafi kallað eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um framkvæmd nýgerðra samninga við sérgreinalækna en taka þurfi mið af þeim við meðferð málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert