Boða til ráðstefnu um ávinning kvikmyndagerðar

Ráðstefnan verður í Hörpu.
Ráðstefnan verður í Hörpu. mbl.is/Árni Sæberg

Menningar- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um efnahagslegt mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi í samstarfi við Íslandsstofu og Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Ráðstefnan verður haldin í Hörpu þann 5. apríl milli klukkan 15 og 17 auk þess sem henni verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. 

Á ráðstefnunni mun Sigurjón Sighvatsson, formaður kvikmyndaráðs, meðal annars fara yfir það hvernig bransinn hefur breyst.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fer með erindi sem ber yfirskriftina Skapandi Ísland í sókn og Örlygur Hnefill Örlygsson, kvikmyndagerðarmaður fer yfir efnahagslegan ávinning til lengri tíma á Húsavík, svo eitthvað sé nefnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert