Fyrir og eftir að snjókoman skall á

Skjótt skipast veður í lofti þennan páskadagsmorgun.
Skjótt skipast veður í lofti þennan páskadagsmorgun. Samsett mynd/mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Páskadagsmorgunin byrjaði með fallegu veðri á Húsavík eins og sjá má á myndum frá Hafþóri Hreiðarssyni, fréttaritara mbl.is á Húsavík.

Myndin þar sem sólin skín var tekin sunnan við bæinn klukkan 9.10 í morgun en hinar af Húsavíkurkirkju um klukkustund síðar, eftir að snjókoman skall á.

Áður en snjókoman skall á.
Áður en snjókoman skall á. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Húsavíkurkirkja í snjókomunni í morgun.
Húsavíkurkirkja í snjókomunni í morgun. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Gul viðvör­un í gildi

Gul viðvör­un vegna veðurs er í gildi á Norður­landi og Aust­ur­landi að Glett­ingi, en tek­ur í gildi á Aust­fjörðum klukk­an 14 í dag.

Ein­ar Svein­björns­son, veður­fræðing­ur á Veður­vakt­inni  hefur var­að við hríðarveðri frá ut­an­verðum Skagaf­irði og aust­ur á firði frá há­degi í dag og fram á kvöld. Skafrenn­ing­ur og lítið skyggni.

Svona var um að líta upp í Hlíðarfjall á Akureyri …
Svona var um að líta upp í Hlíðarfjall á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir
Útsýnið upp í fjallið hvarf í snjókomunni.
Útsýnið upp í fjallið hvarf í snjókomunni. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert