Fimm tilfelli af listeríu á árinu

Kort/mbl.is

Tíðni sýkinga af völdum listeríu virðist fara vaxandi. Fram kemur í Farsóttafréttum sóttvarnalæknis að á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi árs hafi greinst fimm tilfelli af listeríu með blóðræktun á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, hjá fjórum körlum og einni konu, öllum á aldrinum 70-85 ára.

Að jafnaði greinast tveir til fimm einstaklingar á heilu ári hér á landi. Á árinu 2021 greindust fimm tilfelli af listeríusýkingu og sjö á árinu 2017 og var það þá mesti fjöldi listeríusýkinga á einu ári hér á landi.

Fullfrískum einstaklingum verður yfirleitt ekki meint af listeríusýkingu en sóttvarnalæknir bendir á í Farsóttafréttum að barnshafandi konum geti stafað hætta af listeríusýkingu sem geti leitt til fósturláts eða nýburadauða ef móðir smitast á meðgöngu og sýkillinn berst til fósturs í gegnum fylgjuna.

Helsta smitleið listeríu er með matvælum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert