Launamunur kynjanna vart mælanlegur hjá borginni

Ljósmynd/Colourbox

Leiðréttur launamunur karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg árið 2023 mældist 0,1% þegar búið er að taka tillit til starfshlutfalls og annarra breyta.

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg mældist 0,4% þegar heildarlaun alls starfsfólk borgarinnar, að teknu tilliti til starfshlutfalls, var mældur.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Launagreining Reykjavíkurborgar náði til alls starfsfólk borgarinnar. Konur mældust með 0,1 prósent lægri laun en karlar þegar litið var á laun alls starfsfólk borgarinnar að teknu tilliti til starfshlutfalls, aldurs, reynslu, menntunar, starfaflokks, yfirvinnu, hæfnisflokka, annarra launa og vaktaálags.

Konur eru þá að meðaltali með 6,9 prósent hærri uppreiknuð grunnlaun en karlar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert