Nýr vefur kostar 190 milljónir

Ný vefur Veðurstofu Íslands verður kynntur í skrefum í haust.
Ný vefur Veðurstofu Íslands verður kynntur í skrefum í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hönnun og smíði á nýjum vef Veðurstofu Íslands kemur til með að kosta 190 milljónir króna þegar upp er staðið.

Við bætast 20-30 milljónir króna á ári í rekstur og þróun kerfa tengdra vefnum. Þörf hefur verið á mikill uppbyggingu og fjárfestingu í upplýsingatækniinnviðum Veðurstofunnar en ekki verið svigrúm til að fjárfesta í þeim undanfarin ár.

Þetta kemur fram í svari Veðurstofu Íslands við fyrirspurn Morgunblaðsins um nýjan vef.

Vefur Veðurstofunnar er kominn til ára sinna og þykir frekar frumstæður í samanburði við vefi hjá veðurstofum annarra ríkja. Fjallað var um í Morgunblaðinu í síðustu viku að flipinn sem sýnir vatnafar, mælingar í helstu ám landsins, hefði verið bilaður í nokkrar vikur. Úr því átti þó að bæta í síðustu viku.

Vinna hófst við vefinn árið 2022.
Vinna hófst við vefinn árið 2022. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tæp tvö ár í þróun

Vinna við nýjan vef hófst í ágúst 2022, í kjölfar útborðs á vegum Ríkiskaupa. Origo hefur leitt verkefnið í samstarfi við sérfræðinga á Veðurstofunni. Í svari frá Veðurstofunni segir að búist sé við því að fyrstu afurðir verði farnar að birtast notendum í haust, að því gefnu að allar prófanir gangi vel.

„Það sem hefur áhrif á tímasetningu er að samhliða smíði á nýju notendaviðmóti og virkni á vedur. is hefur reynst nauðsynlegt að endurnýja upplýsingatækniumhverfi vefsins með það að markmiði að bæta aðgengi að gögnum og gagnastraumum fyrir okkar notendur. Þetta hefur áhrif á bætt aðgengi t.d. að veðurgögnum og bætta framsetningu á viðvörunum gagnvart allri náttúruvá,“ segir í svari Veðurstofunnar.

Stærð teymis hjá Origo fer eftir því í hverju er unnið hverju sinni. Það sama gildir um aðkomu starfsmanna Veðurstofunnar. Kerfin tengd vefnum eru háð ólíkum sérfræðingum sem hafa komið að vinnu sem tengist vefnum af og til að því er segir í svari Veðurstofunnar.

Því er ekki hægt að nefna einhverja tölu sem segir til um þann fjölda starfsmanna sem vinna eingöngu við þau kerfi sem tengjast vefnum eða vinnu við nýjan vef.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert