Ástþór kaus í Hagaskóla

Ástþór Magnússon kýs í Hagaskóla.
Ástþór Magnússon kýs í Hagaskóla. mbl.is/Árni Sæberg

Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon kaus á tólfta tímanum í dag í Hagaskóla í Reykjavík vegna forsetakosninganna. Ástþór kaus um svipað leyti og Davíð Oddsson og ræddust þeir við af því tilefni ásamt Ástríði Thorarensen, eiginkonu Davíðs, og Sverri Stormsker tónlistarmanni.

mbl.is