Hver er þessi nýi forseti?

Guðni Th. Jóhannesson verður 6. forseti lýðveldisins.
Guðni Th. Jóhannesson verður 6. forseti lýðveldisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið kjörinn sjötti forseti Íslands eins og flestar spár sögðu fyrir um þótt munurinn hafi verið minni á lokametrunum en útlit var fyrir í fyrstu. Þegar mest var mældist Guðni með tæplega 70% fylgi í skoðanakönnunum og því mætti ætla að þjóðin þekkti hann inn og út, en engu að síður er hollt að rifja upp nákvæmlega hver það er sem Íslendingar kusu sér sem sinn næsta forseta.

Handboltabróðir utan trúfélaga

Guðni fædd­ist í Reykja­vík 26. júní árið 1968 og er son­ur hjón­anna Mar­grét­ar Thorlacius, kenn­ara og blaðamanns, og Jó­hann­es­ar Sæ­munds­son­ar, íþrótta­kenn­ara og íþrótta­full­trúa. Guðni á tvo bræður, þá Pat­rek, íþrótta­fræðing og fyrr­ver­andi landsliðsmann í hand­bolta, og Jó­hann­es kerf­is­fræðing. Faðir þeirra lést árið 1983, 42 ára að aldri, úr krabba­meini og sá móðir þeirra eft­ir­leiðis að fullu um upp­eldi þeirra bræðra.

Líkt og Pat­rek­ur stundaði Guðni hand­bolta á upp­vaxt­ar­ár­un­um í Garðabæn­um en faðir þeirra var meðal ann­ars hand­boltaþjálf­ari. Föður­amma og -afi Guðna voru frá Pat­reks­firði en þaðan er nafn Pat­reks komið. Þess utan voru þeir bræður skírðir í kaþólsk­um sið en Guðni sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið 2009 að for­eldr­um þeirra hefði líkað þetta dýr­ling­a­nafn. Guðni yf­ir­gaf hins veg­ar kaþólsku kirkj­una í kjöl­far frétta af glæp­um ým­issa kaþólskra presta.

Guðni stend­ur í dag utan trú­fé­laga en sagði aðspurður í sam­tali við frétta­vef­inn Hring­braut fyrr á þessu ári að hann tryði á al­mætti. Þar sagði hann enn ­frem­ur: „Líður vel með mína barna­trú og mín trú­ar­játn­ing er ekki leng­ur „credo in unum deum“ held­ur mann­rétt­inda­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna: „Hver maður er bor­inn frjáls, jafn öðrum að virðingu og rétt­ind­um. Menn eru gædd­ir vits­mun­um og sam­visku og ber þeim að breyta bróður­lega hver við ann­an.““

Guðni ásamt Elizu eiginkonu sinni.
Guðni ásamt Elizu eiginkonu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Menntavegurinn og ástin

Guðni lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1987 og BA-gráðu í sögu og stjórn­mála­fræði við Warwick-há­skóla í Englandi 1991. Næsta árið stundaði hann nám í þýsku við Há­skól­ann í Bonn í Þýskalandi en lauk ekki prófi. Á ár­un­um 1993–1994 stundaði hann nám í rúss­nesku við Há­skóla Íslands. Árið 1997 út­skrifaðist Guðni með meist­ara­gráðu í sagn­fræði frá HÍ. Tveim­ur árum síðar lauk hann MSt-gráðu í sögu frá Oxford-há­skóla á Englandi.

Guðni var þar með ekki hætt­ur námi en 2003 lauk hann doktors­námi í sagn­fræði frá Uni­versity of London. Þau Guðni og El­iza Reid, eig­in­kona hans, kynnt­ust árið 1998 þegar þau voru bæði við nám við Oxford-há­skóla, en hún er frá Kan­ada. Þau hafa verið bú­sett á Íslandi frá ár­inu 2003 og rek­ur El­iza eigið ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki. Sjálf er El­iza er með BA-gráðu í alþjóðasam­skipt­um frá Toronto-há­skóla í Kan­ada og MSt-gráðu í nú­tíma­sögu frá Oxford-há­skóla.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá Guðna og Elizu fagna eftir að þátttöku hans í sjónvarpssal RÚV lauk í gær.

Guðni og El­iza búa við Tjarn­ar­stíg á Seltjarn­ar­nesi og eiga sam­an fjög­ur börn, þrjá syni og eina dótt­ur. Börn­in eru Duncan Tind­ur (f. 2007), Don­ald Gunn­ar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Mar­grét (f. 2013). Guðni á sömu­leiðis dótt­ur­ina Rut (f. 1994) með fyrri eig­in­konu sinni, El­ínu Har­alds­dótt­ur, viðskipta­fræðingi og lista­konu. Rut stund­ar í dag nám við Há­skóla Íslands.

Guðni hef­ur meðal ann­ars starfað sem kenn­ari við Há­skóla Íslands, Há­skól­ann í Reykja­vík, Há­skól­ann á Bif­röst og Uni­versity of London. Í dag starfar hann sem dós­ent í sagn­fræði við Há­skóla Íslands. Eft­ir hann liggja mik­il rit­verk á sviði sagn­fræði, meðal ann­ars um þorska­stríðin og for­seta­embættið. Hann ritaði meðal ann­ars ævi­sögu Gunn­ars Thorodd­sens, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, og bók um embætt­istíð Kristjáns Eld­járns, fyrr­ver­andi for­seta Íslands.

Guðni við fyrirlestur í Háskóla Íslands.
Guðni við fyrirlestur í Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Wintris-skýrarinn Guðni

Guðni var fyrst orðaður við framboð til forseta skömmu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti í áramótaávarpi sínu að hann hygðist ekki bjóða sig fram á nýjan leik. Guðni hefur þó sagt að hann hafi ekki getað hugsað sér framboð á þeim tímapunkti.

Það var síðan í kjölfar framkomu Guðna í aukafréttatímum RÚV vegna Wintris-málsins og Panamaskjalanna sem hreyfing komst á áskoranir í hans garð að nýju. Mikill fjöldi fólks skoraði á Guðna að bjóða sig fram, í gegnum Facebook, og í lok apríl mældist hann með 24,6% fylgi þrátt fyrir að hafa ekki enn formlega lýst yfir framboði.

Guðni ásamt fjölskyldu sinni við yfirlýsingu framboðs síns.
Guðni ásamt fjölskyldu sinni við yfirlýsingu framboðs síns. mbl.is/ Golli

Nokkur bið var frá því að fyrst fór að heyrast hátt í stuðningsmönnum hans og þar til hann lýsti yfir framboði. Þegar Ólafur Ragnar hætti við að hætta nokkrum dögum áður en fyrrnefnd könnun var gerð skrifaði Guðni á Facebook-síðu sína: „Veit ég var bú­inn að lofa að koma und­an feldi í sum­ar­byrj­un en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son.“

Svo fór þó að Ólafur hætti við að hætta við að hætta og 5. maí bauð Guðni sig formlega fram til forseta Íslands og nú rúmum sjö vikum síðar hefur hann náð kjöri. 

mbl.is