„Fólkið í Breiðholti kallar eftir gengisstöðugleika“

Þorgerður Katrín situr fyrir svörum í Dagmálum þar sem Andrés …
Þorgerður Katrín situr fyrir svörum í Dagmálum þar sem Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða við formenn flokkanna í aðdraganda kosninga. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur að minni sveiflur verði í hagkerfinu ef tekin verður upp evra. Því sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því að gjaldmiðillinn fylgi ekki sveiflum hagkerfisins.

Þetta kemur fram í viðtali við hana í Dagmálum Morgunblaðsins. Þegar Stefán Einar Stefánsson gekk eftir svörum um þetta efni brást Þorgerður við og fylgdu eftirfarandi orðaskipti á eftir:

„Stefán Einar, ég veit hvaðan þú kemur.“

Skaut Andrés Magnússon þá inn í: „Þú ert úr Borgarfirði er það ekki?“

Greip Þorgerður boltann á lofti.

„Alveg eins og ég kem úr Breiðholtinu og í Breiðholtinu er fólk að kalla eftir gengisstöðugleika. Alveg eins og á ÍSafirði í gær, alveg eins og á Tröllaskaga í síðustu viku og alveg eins og á Suðurnesjum í síðustu viku.“

Greip Stefán Einar þá fram í:

„En þess vegna er mjög mikilvægt að við sem fjölmiðlamenn, óháð því hvaðan við komum, fáum svör við því hverju þessi stöðugleiki er keyptur. Og það er ekki til of mikils mælst að þeir sem tala fyrir því svari því hvaða verði það verður keypt. Og þess vegna eru þessar spurningar lagðar fram. Ekki af neinni annarri ástæðu.“

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér:

mbl.is