Stjórnarmyndun heldur áfram enn

Sigurður Ingi Jóhansson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson.
Sigurður Ingi Jóhansson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd

Viðræður um endurnýjað ríkisstjórnarsamstarf halda áfram í dag, en formenn stjórnarflokkanna tóku sér hvíld frá viðræðum um helgina og ræddu við trúnaðarmenn í sínum hópi. Lítið hefur spurst út af viðræðum formannanna, jafnvel inn í þingflokka þeirra.

Það er þó að heyra að viðræðurnar hafi gengið bærilega, en það hafi óneitanlega tafið fyrir þeim að reynt var að gera út um helstu ágreiningsefni í upphafi. Það hafi að sumu leyti gengið vel, en önnur mál hafi áfram verið stál í stál. Þar mun einkum hafa verið togast á um orkumál og náttúruvernd.

Í síðustu viku voru loftslagsmálin einnig talsvert rædd, en þau tengjast að sumu leyti núningsflötum um orkunýtingu og landvernd. Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu á einu máli um mikilvægi þeirra er nálgun flokkanna á þau mjög mismunandi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »