Kjörbréf allra þingmanna staðfest

Kjörbréf allra þingmanna voru staðfest.
Kjörbréf allra þingmanna voru staðfest. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjörbréf allra þingmanna voru samþykkt á þingfundi nú í kvöld. Var það samþykkt með 42 atkvæðum gegn 5 en 16 greiddu ekki atkvæði.

Þá munu nýir þingmenn undirrita drengskaparheit í þinginu klukkan korter í tíu. 

Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þess efnis að kosningar á landinu öllu teldust ógildar var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir greiddu ekki atkvæði.

Ekki nægar líkur leiddar að því að annmarkar hafi haft áhrif á úrslit

Þá var tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur sömuleiðis felld með 42 atkvæðum gegn 16 en hún laut að því að kosningar í norðvesturkjördæmi teldust ógildar.

Þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu lagði hún áherslu á að ágreiningslaust væri að verulegir annmarkar hafi verið á talningu atkvæða og vörslu kjörgagna í Borgarnesi en í ljósi þess að ekki hafi nægar líkur leiddar að því að annmarkarnir hafi haft áhrif á kosningarnar og komið í veg fyrir vilja kjósenda. „Því mun ég styðja að 63 kjörbréf [...] verði samþykkt.“

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina