Greip í hönd Guðmundar Árna í æsingnum

Þegar leikar tóku að æsast í kappræðum stjórnmálaleiðtoganna í Hafnarfirði brá oddviti VG á það ráð að taka í hönd oddvita Samfylkingarinnar sem hafði orðið á þeim tíma. Ekki dró það úr spennunni.

Þannig deildu Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks og bæjarstjóri og Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóraefni Samfylkingarinnar um meintan lóðaskort í Hafnarfirði.

Á milli þeirra sat oddviti VG, Davíð Arnar Stefánsson. Fannst honum nóg um atganginn og þegar Guðmundur Árni baðaði í einu tilvikinu út höndinni í átt að Rósu brá Davíð Arnar á það ráð að taka í hönd hans og vakti það mikla og óvænta kátínu í settinu.

Virtist uppátækið þó ekki draga úr spennunni í salnum og kepptust leiðtogarnir á um að hafa orðið.

Þáttinn er hægt að sjá í heild sinni hér:

mbl.is