Árni Páll býður sig fram í embætti varaformanns

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Frikki

Árni Páll Árnason, alþingismaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í mars. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir endurkjöri í embættið.

Í tilkynningu frá Árna Páli segir að framundan sé mikilvægt og vandasamt endurreisnarstarf, innan lands sem og í alþjóðasamstarfi. Nú sem endranær þurfi jafnaðarmenn að hafa forystu og frumkvæði um brýnar umbætur sem taki mið af hagsmunum almennings um öflugt atvinnulíf og trausta velferðarþjónustu. Þar þurfi að vanda til verka enda mikið í húfi.
 
„Ég býð mig fram til þeirra verkefna og hlakka til að takast á við þau í framvarðasveit Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur," segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 21. september

Mánudaginn 20. september

Sunnudaginn 19. september

Laugardaginn 18. september

Föstudaginn 17. september

Fimmtudaginn 16. september

Miðvikudaginn 15. september