Deilur í Neytendasamtökunum

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

18.8. „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Ólafur ráðinn til starfa hjá SFÚ

5.8. Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, hefur hafið störf hjá Samtökum fiskframleiðenda og útflutningsfyrirtækja (SFÚ). Ólafur sagði af sér formennsku Neytendasamtakanna 10. júlí eftir harðar deilur innan samtakanna. Meira »

Voru fljótandi að feigðarósi

11.7. Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, segir að þegar hann tók við formennsku hafi samtökin í raun stefnt að endalokum vegna taps fyrri ára og hann hafi getað ákveðið að fylgja samtökunum þá leið eða spyrna við fótunum. Meira »

Vinna að endurreisn án formannsins

10.7. „Ég bara veit það ekki,“ svarar Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður stjórnar Neytendasamtakanna, spurður að því hvaða störfum formaðurinn, Ólafur Arnarson, gegni fyrir samtökin um þessar mundir. Stjórn og starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á Ólaf og samskiptin við hann eru sögð „óþægilega lítil.“ Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

7.7. Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar 17. ágúst næstkomandi. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

Greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns

25.5. Formaður Neytendasamtakanna, Ólafur Arnarson, greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns fyrir þing samtakanna þar sem hann var síðan kjörinn formaður. Hann segir það ekkert leyndarmál að hann hafi smalað á þingið. Hann þvertekur hins vegar fyrir að hafa greitt félagsgjöldin fyrir fólkið úr eigin vasa. Meira »

Sek um að trúa á bjartsýni formannsins

23.5. Pattstaða ríkir í stjórn Neytendasamtakanna eftir að stjórnin lýsti yfir vantrausti á formanninn, Ólaf Arnarson, í byrjun maí. Sjálfur segist hann ætla að gegna skyldum sínum áfram og að hann hafi lýst vilja sínum til að lægja öldurnar í samtökunum. Meira »

„Ég setti fundinn og sleit honum“

22.5. „Ég hef lýst vilja mínum til þess að vinna með fólki og lægja öldur en það var greinilega enginn vilji til þess. Síðan í upphafi fundar átti að koma fram tillaga um að kjósa annan fundarstjóra en mig. Ég tel það bara ganga gegn góðum fundarsköpum,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, eftir hitafund í stjórn samtakanna. Meira »

Samningur ekki borinn undir stjórn

22.5. Stjórn Neytendasamtakanna fól varaformanni samtakanna að undirrita ráðningarsamning við Ólaf Arnarson formann sem var gerður á grundvelli álits starfskjaranefndar. Ráðningarsamningur var ekki borinn undir stjórnina, en hann fól í sér að Ólafur gegndi bæði formennsku og stöðu framkvæmdastjóra. Meira »

„Ég hafna þessu alfarið“

19.5. „Ég hafna því alfarið að ákvarðanir sem ég hef tekið hafi veikt stöðu Neytendasamtakanna,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, en stjórn samtakanna samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formanninn á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var 6. maí. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

17.8. Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

25.7. „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Ólafur Arnarson segir af sér

10.7. Ólafur Arnarson hefur sagt af sér sem formaður Neytendasamtakanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum. Ólafur naut ekki trausts stjórnarinnar og hafa staðið yfir hörð átök í félaginu vegna fjárhagslegra skuldbindinga tengdum Ólafi. Meira »

„Óhófleg útgjöld“ formannsins

9.7. Helsta ástæða þess að öllu starfsfólki Neytendasamtakanna var sagt upp eru óhófleg útgjöld sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar samtakanna á heimasíðu þeirra. Meira »

Öllum sagt upp hjá Neytendasamtökunum

30.6. Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp öllu starfsfólki. Þetta er gert í „ljósi aðstæðna“.  Meira »

Ólafur ráðfærir sig við lögmann

23.5. „Ég er bara að ráðfæra mig við lögmann. Ég er að fara yfir þessar ávirðingar sem bornar eru á mig, eftir að hafa hrakið fyrri ávirðingar með fundargerðum. Ég mun svara þessu á morgun. Þetta eru svo alvarlegar ásakanir í minn garð að það er vegið að minni æru,“ segir Ólafur Arnarson. Meira »

„Ég var bara búin að fá nóg“

22.5. „Ég ákvað að segja mig úr stjórninni að eigin frumkvæði. Ég var bara búin að fá nóg og sé ekki lausn í sjónmáli,“ segir Ása Steinunn Atladóttir í samtali við mbl.is en hún sagði í dag af sér sem varaformaður Neytendasamtakanna. Meira »

„Leyndi ítrekað upplýsingum“

22.5. Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna (NS) segir Ólaf Arnarson, formann Neytendasamtakanna, ítrekað hafa leynt stjórn upplýsingum og skuldbundið samtökin um efni fram. Harmar meirihlutinn að traust ríki ekki milli formanns og annarra í stjórn. Meira »

Ólafur birtir fundargerðirnar

22.5. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það rangt að hann hafi farið á bak við stjórn samtakanna með gerð ráðningarsamnings við sjálfan sig og fyrir að hafa tekið bíl á leigu til afnota fyrir sjálfan sig. Meira »