Eldgos í Eyjafjallajökli

Öskuský tíðari en áður var talið

5.1.2017 Öskuský af völdum eldgosa, sem truflað geta flugumferð yfir Norður-Evrópu, gætu verið tíðari en áður var talið. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á öskulögum víða í álfunni, en næstum öll eiga þau uppruna sinn að rekja til Íslands. Meira »

Samráð við heimamenn nauðsynlegt

11.3.2016 Lagaumhverfi nafngifta þegar ný náttúrufyrirbrigði verða til hefur tekið töluverðum breytingum á síðastliðnum árum og meiri áhersla er nú lögð á samstarf við heimamenn. Þetta segir Hallgrímur J. Ámundason, Stofustjóri Nafnfræðisviðs Árnastofnunar. Meira »

Fimm ár frá eldgosunum

15.4.2015 Fyrir fimm árum, hinn 14. apríl 2010, hófst gosið í Eyjafjallajökli. Eldgosi á Fimmvörðuhálsi lauk deginum áður en það hófst hinn 20. mars. Meira »

Gjörbreytt sýn á jökulinn

29.9.2014 Eyjafjallajökull hefur látið undan síga, eins og aðrir jöklar landsins. Þessi fallegi jökull sem margir hafa skoðað frá útsýnisstað á hringveginum hefur látið mikið á sjá. Askan úr gosinu 2010 á sinn þátt í því. Meira »

Um 20 ný störf í eldfjallamiðstöð

21.8.2014 Til stendur að opna eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð á Hvolsvelli vorið 2016 en undirbúningur er langt kominn.  Meira »

Ryanair tapaði máli vegna eldgossins

31.1.2013 Evrópudómstólinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ryanair hafi verið skylt að bæta þann kostnað sem farþegar á vegum félagsins urðu fyrir þegar fella varð niður flug árið 2010 vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Meira »

Aukin sala í ferðatryggingum

2.8.2011 Sala á ferðatryggingum hefur aukist um rúm 10% í ár og er það meðal annars rakið til eldgossins í Eyjafjallajökli í fyrra.   Meira »

Fóru ofan í gíginn

13.5.2011 Fjórir vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands kynntu sér aðstæður í og við Eyjafjallajökul í gær. Þeir fóru meðal annars ofan í sjálfan gíginn þar sem þeir gerðu mælingar. Meira »

Lítil áhrif eldgoss á heilsufar búfjár

10.3.2011 Rannsóknir, sem gerðar voru í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli á síðasta ári, benda ekki til þess að öskufallið úr jöklinum hafi haft veruleg áhrif á heislufar búfjár. Meira »

250 milljónir í gosbætur

8.2.2011 Ríkissjóður áætlar að greiða 250 milljónir króna í bætur til bænda undir Eyjafjöllum sem urðu fyrir tjóni vegna öskunnar frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Meira »

Ferðamönnum fækkaði um 1-2%

30.12.2010 Forsvarsmenn í ferðamálum eru sammála um að áhrif eldgosa ársins 2010 á ferðaþjónustu séu jákvæð, þegar til langs tíma sé litið. Ísland hafi fengið mikla kynningu. Meira »

Ekki greitt fyrir vinnu við þrif

1.12.2010 Ekki verður bætt tjón sem varð á landbúnaðarvélum og tækjum í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Vinnu sem íbúar lögðu í þrif innanhúss vegna þráláts öskuryks eða skemmdum á útihúsgögnum og pöllum. Þetta kemur fram á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Meira »

Mikið tap hjá Thomas Cook

1.12.2010 Breska ferðaskrifstofan Thomas Cook tapaði 2,6 milljónum punda, 475 milljónum króna á síðasta rekstrarári er lauk þann 30. september sl. Er slæm afkoma félagsins einkum rakin til lítillar eftirspurnar meðal Breta og eldgossins í Eyjafjallajökli sem lamaði allt flug um Bretland í marga daga í apríl og maí. Meira »

Bætur vegna tafa af gosi

30.11.2010 Talsvert meira en endranær var um kvartanir farþega vegna seinkana í flugi á þessu ári, aðallega vegna gossins í Eyjafjallajökli í vor, að sögn Flugmálastjórnar, Neytendastofu og Neytendasamtakanna. Meira »

Bíða enn eftir bótagreiðslum

24.11.2010 Þúsundir ferðamanna, sem þurftu að gera breytingar á ferðaáætlunum sínum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli í apríl og maí, hafa ekki fengið greiddar bætur frá flugfélögum sem þeir áttu pantað flug með. Samkvæmt frétt Daily Mail er þetta ólöglegt og ljóst að einhverjir fá ekki greitt fyrr en 2011. Meira »

Icelandair greiðir tjón aðeins að hluta

7.11.2010 Flugfarþegar sem urðu fyrir töfum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og urðu að greiða misjafnlega mikið fyrir gistingu og máltíðir á meðan töfinni stóð hafa nú aðeins fengið bætt tjón sitt að hluta frá Icelandair. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna. Meira »

„Virðist bara rjúka endalaust þegar vindur blæs“

5.11.2010 „Þetta hefur gerst þó nokkuð oft undanfarna daga. Þá hefur verið norðanátt og það virðist bara rjúka endalaust þegar vindur blæs úr norðri í svona þurru veðri.“ Meira »

Sótti öskubók til Hollands

18.10.2010 „Eldgosið virðist í eftirleiknum ætla að opna okkur ýmis tækifæri þrátt fyrir ýmsa óleysta erfiðleika,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Meira »

Birkiskógar óskemmdir eftir eldgosið

8.10.2010 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti nýverið Þórsmörk og Goðaland í boði Skógræktar ríkisins til að skoða áhrif öskugossins í Eyjafjallajökli á birkiskóga. Skógarnir virðast ekki hafa borið neinn skaða af öskufalli úr Eyjafjallajökli. Þvert á móti virðist spretta skógargróðurs hafa verið með allra besta móti, hvort sem það er eingöngu vegna ákaflega hlýs sumars eða einnig vegna áburðaráhrifa af öskunni. Meira »

Vilja ekki lýsa yfir goslokum strax

14.9.2010 Enn er ekki hægt að lýsa yfir formlegum goslokum í Eyjafjallajökli. Vísindamannaráð Almannavarna fundaði í gær en var ekki reiðubúið að lýsa yfir goslokum enn sem komið er. Meira »

Krefjast bóta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

4.9.2010 Frönsk flugfélög krefja frönsk stjórnvöld um 51 milljón evra, 7,8 milljarða króna, vegna kostnaðar við tilraunaflug og að senda vélar eftir frönskum strandaglópum víða um heim vegna eldgossins í Eyjafjallajökli í apríl sl. Meira »

Geta reynst lífshættulegar

30.8.2010 Koltvísýringur sem berst í Hvanná við Þórsmörk úr hraunkvikunni á Fimmvörðuhálsi safnast fyrir í dældum og getur valdið köfnun en skammt er síðan doktorsnemi í jarðfræði fékk væga gaseitrun við mælingar á ánni. Koltvísýringurinn hefur myndað útfellingar í botni árinnar. Meira »

Express ferðum gert að endurgreiða

25.8.2010 Farþegar Express ferða, sem áttu pantaðar pakkaferðir sem var aflýst vegna eldgossins í Eyjafjallajökli eiga rétt á að fá þá fjármuni endurgreidda sem þeir voru búnir að greiða. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu. Meira »

Gosráðstefna fær heimsathygli

22.8.2010 Ráðstefna, sem Flugakademía Keilis stendur fyrir hér á landi í september um eldgosið í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur, er farin að vekja mikla athygli. Samkvæmt frétt Reuters er von á yfir 300 sérfræðingum í jarðvísindum og flugmálum víðs vegar að úr heiminum. Ráðstefnan fer fram 15.-16. september nk. á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Styttist í gosbætur frá Icelandair

20.8.2010 Tæplega tvö þúsund bótamál eru til skoðunar hjá Icelandair vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hann segir að vinnan hafi gengið ágætlega en hvert mál þurfi að skoða sérstaklega. Stefnt er að því að þessari vinnu ljúki með haustinu. Meira »

Aukin hætta á eðjuflóðum

15.8.2010 Vegna úrkomu er aukin hætta á eðjuflóðum frá Eyjafjallajökli að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Vegfarendur um Suðurlandsveg (þjóðveg 1) og um veginn inn í Þórsmörk eru beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Bíða enn eftir skaðabótum vegna eldgossins

14.8.2010 Hundruð breskra fjölskyldna bíða enn eftir því að fá greiddar bætur frá hollenska flugfélaginu KLM vegna röskunar sem varð á ferðum þeirra vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Meira »

Varað við ferðum í Þórsmörk

11.8.2010 Varnargarður við Markarfljót á Þórsmerkurleiðinni brast í morgun og er ekki ráðlegt fyrir aðra en þá sem eru á sérútbúnum fjallabílum að fara inn í Þórsmörk. Ragnheiður Hauksdóttir, landvörður í Húsadal, segir Markarfljótið renna yfir veginn á löngum kafla og varar fólk við að keyra þessa leið. Meira »

Thomas Cook með afkomuviðvörun

11.8.2010 Ferðaskrifstofan Thomas Cook gaf út afkomuviðvörun í dag þar sem fram kemur að afkoman í ár verði undir væntingum markaðarins. Helstu skýringar á verri afkomu er erfitt ástand á breska markaðnum og lágt gengi evrunnar. Áhrifa frá eldgosinu í Eyjafjallajökli eru þar ekki talin með en gosið skýrir tap á rekstri félagsins á síðasta ársfjórðungi. Meira »

Askan veldur TUI tjóni

10.8.2010 Tap ferðaþjónustufyrirtækisins TUI Travel jókst á öðrum ársfjórðungi og má það einkum rekja til slæms efnahagsástands í Bretlandi og áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á flugsamgöngur í apríl og maí. Vara stjórnendur fyrirtækisins við því að afkoman í ár verði undir væntingum. Meira »