Endurnýjun skipaflotans

Gera samning um búnað fyrir sjö skip

8.5. KAPP ehf. og Slippurinn Akureyri ehf. hafa undirritað samning um kaup Slippsins á Optim-ICE-kælibúnaði frá KAPP. Kælibúnaðurinn fer í alls sjö skip frá fjórum útgerðum, Samherja, Bergi-Hugin, Útgerðarfélagi Akureyringa og Nergård Havfiske í Noregi. Samningurinn var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Brussel í gær. Meira »

Slippurinn sér um vinnsludekk í Eyjunum

6.5. Slippurinn Akureyri og Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hafa gert samkomulag um að Slippurinn muni bera ábyrgð á vinnsludekkjum um borð í nýju ísfiskurunum Vestmannaey VE og Bergey VE. Meira »

Nýju skipin fjögur komin til Noregs

2.5. Fjögur togskip sem norska skipasmíðastöðin Vard er að smíða fyrir útgerðirnar Gjögur og Skinney-Þinganes komu til hafnar í Brattavogi í gærmorgun, um borð í flutningaskipinu Jumbo Jubilee. Meira »

Vestmannaey sjósett í Noregi

28.4. Nýtt skip útgerðarinnar Bergs-Hugins, Vestmannaey, var sjósett hjá skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi í gærmorgun.   Meira »

Nýr Páll Jónsson GK til Grindavíkur

11.4. Nýjum Páli Jónssyni GK var hleypt af stokkunum hjá Alkor-skipasmíðastöðinni í Póllandi í vikunni. Skipið er smíðað fyrir Vísi hf. í Grindavík og er fyrsta nýsmíði fyrirtækisins á skipi af þessari stærðargráðu í rúmlega hálfrar aldar sögu þess. Meira »

Íslenski flotinn kominn til ára sinna

4.12. Meðalaldur fiskiskipaflotans hefur hækkað umtalsvert og er nú hár í sögulegu samhengi. Sum skipanna eru komin á sextugsaldur og hluti flotans því orðinn nokkuð gamall. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslensks sjávarútvegs. Meira »

Aldrei meiri fjárfesting í sjávarútvegi

30.11. Síðasta ár var metár hvað varðar fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi, en teikn eru á lofti um að fjármögnunarkostnaður sjávarútvegsfyrirtækja muni hækka á næstu misserum. Meira »

HB Grandi skoðar sölu á Þerney

30.11. HB Grandi skoðar nú mögulega sölu á frystitogaranum Þerney, sem er í smíðum fyrir útgerðina á Spáni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, þar sem greint er frá minnkandi hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

20.11. Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Síðasta löndun Vilhelms á Íslandi

15.11. Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom úr sinni síðustu veiðiferð í gærmorgun til Neskaupstaðar með fullfermi af frosinni síld. Lýkur þar með 18 ára sögu skipsins hér á landi en það hefur verið selt erlendum kaupanda í Rússlandi. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

14.11. „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

14.11. Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

19.10. Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

Smíði hafin á nýrri Vestmannaey

17.9. Smíði er hafin á nýju skipi Bergs-Hugins ehf., sem koma mun í stað Vestmannaeyjar VE og kemur til með að bera sama heiti. Þá er undirbúningur hafinn að smíði nýrrar Bergeyjar VE, en norska skipasmíðastöðin Vard hefur umsjón með smíði beggja skipanna. Meira »

Kaupa íslenskan búnað í fjögur ný skip

9.7. Útgerðirnar Skinney-Þinganes og Gjögur hafa gert saming við íslenska fyrirtækið Micro um smíði á vinnslubúnaði í nýja togara hjá félögunum tveimur. Hvor útgerð um sig fær afhent tvö sams konar skip og er því alls um að ræða fjögur skip. Meira »

Ekki sjálfgefið að landa sífellt fullfermi

20.5.2018 Afli togara við landið hefur víðast verið góður síðustu vikur. Búnaður í tveimur nýjum togurum HB Granda hefur sannað gildi sitt og þriðja systirin fer á veiðar á næstunni. Meira »

Björgu formlega gefið nafn á morgun

18.5.2018 Nýju skipi Samherja, Björgu EA-7, verður formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn á morgun. Hefst athöfnin klukkan 14 á Togarabryggjunni við hús Útgerðarfélags Akureyringa. Meira »

Skaginn 3X gerir vinnsludekk fyrir HB Granda

25.4.2018 Skaginn 3X og HB Grandi hafa gert með sér samkomulag þar sem Skaginn 3X mun bera ábyrgð á vinnsludekkinu um borð í nýju frystiskipi HB Granda. Meira »

„Tek enga áhættu með fjórtán menn um borð“

24.4.2018 Línu- og netabáturinn Tómas Þorvaldsson GK hefur legið bundinn við bryggju síðan í byrjun febrúar. Ástæðan er veikleiki sem fannst í bátnum og er kostnaður við viðgerð talinn geta numið allt að 50 milljónum króna. Meira »

Afhentu fimmtíu Marlboro-karton

22.4.2018 „Svona nokkuð er mjög óþægilegt og auðvitað algjörlega framandi fyrir okkur að upplifa. Lóðsar, lóðsbátar og yfirleitt allir sem við þurftum að hafa samskipti við vildu Malboro-karton í vasann til að við fengjum að halda áfram óáreittir. Stærsti skammturinn á einum stað var fimmtán sígarettukarton.“ Meira »

Stefna á fyrstu veiðar á morgun

9.2.2018 Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar. Meira »

Farsælum ferli Sturlaugs lokið

6.2.2018 Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Var aflinn um 90 tonn af karfa, þorski og ufsa, en með veiðiferðinni lauk farsælum ferli skipsins undir merkjum HB Granda. Meira »

Siglt heim til hafnar í fyrsta sinn

4.2.2018 Því var fagnað á miðvikudag þegar hið nýsmíðaða skip, Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík. Báturinn er með krókaaflamark og er í eigu Stakkavíkur, sem lét smíða hann á síðasta ári í skipasmíðastöðinni Seigi. Meira »

Ný Hafborg EA í flotann

2.2.2018 Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík í fyrrakvöld eftir siglingu frá Danmörku. Meira »

„Höfum tekið stökk inn í nýja öld“

26.1.2018 „Það gengur mjög vel. Skip og búnaður hafa staðið fyllilega undir væntingum og ég lít svo á að með tilkomu þessara nýju skipa þá höfum við tekið stökk inn í nýja öld,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK. Togarinn er nú í fyrsta túrnum eftir að millidekkið var innréttað og sjálfvirkt lestarkerfi var sett í skipið hjá Skaganum 3X á Akranesi. Meira »

Akurey og Drangey til veiða í vikunni

24.1.2018 Akurey AK hélt í sína fyrstu veiðiferð í gær og ráðgert er að Drangey SK fari til veiða síðar í vikunni. Síðustu mánuði hefur verið unnið að því hjá Skaganum 3X á Akranesi að setja margvíslegan búnað um borð í skipin. Meira »

Getur helmingað eldsneytiskostnað línubáta

28.12.2017 „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Við og samstarfsmenn okkar erum mjög ánægðir að geta farið af stað,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri Navis. Meira »

Þriðja og síðasta systirin komin heim

23.12.2017 Vel var tekið á móti nýjum ísfisktogara HB Granda, Viðey RE, við hátíðlega athöfn við Reykjavíkurhöfn í gær. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði Viðey, ásamt systurskipum hennar, Engey og Akurey, mun umhverfisvænni en þau skip sem þau leysa af hólmi. Tilkomu systranna þriggja megi líkja við byltingu. Meira »

Tuga milljarða fjárfesting á fimm árum

23.12.2017 HB Grandi hefur á fimm árum látið smíða sex skip og nemur heildarfjárfesting í þeim um 20 milljörðum króna.  Meira »

Fyrsta fiskiskipið til að hafa rafmótor

19.12.2017 Stormur HF 294, nýtt línu- og netaskip útgerðarinnar Storms Seafood sem sigldi til Reykjavíkurhafnar í gær, er fyrsta fiskiskipið á Íslandi sem drifið er af rafmótor og sömuleiðis fyrsta nýsmíði í línuskipaflota landsmanna í 16 ár. Meira »