Togurum fækkaði um þrjá

Togaraflotinn hefur haldist ungur vegna stöðugrar endurnýjunar, en togurum hefur …
Togaraflotinn hefur haldist ungur vegna stöðugrar endurnýjunar, en togurum hefur hins vegar fækkað á undanförnum árum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fiskiskipaflotinn taldi 1.535 fiskiskip við árslok 2023 og eru það fimm færri en í árslok 2022. Fækkaði togurum sem skráðir eru hjá Samgöngustofu um þrjá milli áranna 2022 og 2023 og vélskipum fækkaði um sjö, en opnum bátum fjölgaði hins vegar um fimm.

Hlutfallslega hefur togurum fækkað mest á undanförnum árum og voru þeir 51 við árslok 2013 en 73 við árslok 2003. Þannig hefur þeim fækkað um 23,5% á áratug og 46,5% á tveimur áratugum. Á einum áratug hefur vélskipum fækkað um 13% og 22% á tveimur áratugum og opnum bátum hefur fækkað um 5% á áratug og 12% frá árslokum 2003.

Opnum fiskibátum tók að fjölga eftir bankahrun þegar strandveiðikerfinu var komið á og hefur fjöldi slíkra báta ekki farið undir átta hundruð síðan árið 2010.

Opnir fiskibátar voru fleiri en átta hundruð en meðalaldur þeirra …
Opnir fiskibátar voru fleiri en átta hundruð en meðalaldur þeirra er nú heil 35 ár. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Togarar voru með lægsta meðalaldur eftir tegundaflokkum fiskiskipa við lok síðasta árs. Var meðalaldur þeirra 21 ár, en meðalaldur togara var 22 ár við árslok 2022. Þá hefur meðalaldur togara verið á þessu bili frá árinu 2018.

Nýrri skip fara létt með að veiða meiri afla en þau eldri og því má ætla að fækkun togara síðustu ár hafi verið afleiðing þess að mikil endurnýjun hefur átt sér stað í togaraflotanum.

Dregið úr endurnýjun vélskipa

Meðalaldur vélskipa hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og náði hann 29 árum 2022 og hélst þar til ársloka 2023. Meðalaldur þessara skipa hélst í kringum tvo áratugi upp úr aldamótum en breyting varð þar á í kringum 2010 til 2012. Tíðni í endurnýjun þessara skipa fór að dragast saman fyrir um áratug en undanfarin ár hefur verið áberandi að rekstrargrundvöllur „stórra smábáta“, sem sagt línubáta, hefur verið töluvert meiri en stærri línuskipa. Geta línubátarnir með fjögurra til fimm manna áhöfn skilað jafn miklum afla og línuskip með tíu til fimmtán manna áhöfn.

Meðalaldur smærri báta eða opinna fiskiskipa var 35 ár í árslok 2023 og hefur aldur þessara báta hækkað nánast stöðugt í tvo áratugi. Athygli vekur að þrátt fyrir öra fjölgun slíkra báta frá árinu 2008 til 2013 hækkaði meðalaldurinn úr 22 árum í 26 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.702 kg
Steinbítur 171 kg
Ýsa 83 kg
Ufsi 76 kg
Keila 29 kg
Hlýri 25 kg
Karfi 3 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 2.090 kg
22.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Þorskur 697 kg
Samtals 697 kg
22.4.24 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 409 kg
Samtals 409 kg
22.4.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 6.138 kg
Þorskur 2.429 kg
Steinbítur 2.120 kg
Sandkoli 150 kg
Grásleppa 46 kg
Samtals 10.883 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.702 kg
Steinbítur 171 kg
Ýsa 83 kg
Ufsi 76 kg
Keila 29 kg
Hlýri 25 kg
Karfi 3 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 2.090 kg
22.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Þorskur 697 kg
Samtals 697 kg
22.4.24 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 409 kg
Samtals 409 kg
22.4.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 6.138 kg
Þorskur 2.429 kg
Steinbítur 2.120 kg
Sandkoli 150 kg
Grásleppa 46 kg
Samtals 10.883 kg

Skoða allar landanir »