Ætla að smíða tvö ný fiskiskip

Hönnun nýs 29 metra togbáts fyrir Vinnslustöðina er komin langt …
Hönnun nýs 29 metra togbáts fyrir Vinnslustöðina er komin langt á leið. Útgerðin hyggst láta smíða tvo nýja báta sem munu leysa af hólmi Kap VE og Drangavík VE. Mynd/Skipasýn

Nú stendur yfir hönnun tveggja nýrra fiskiskipa fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum en til stendur að nýsmíðin leysi af hólmi nóta- og netabátinn Kap VE og togbátinn Drangavík VE. Um er að ræða umfangsmikla fjárfestingu sem hleypur á milljörðum króna að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið hönnunina langt komna með annað sjófarið sem gert er ráð fyrir að verði 29 metra togbátur.

„Við erum með hugmyndir um að í þessum bát verði lest þar sem allt er sjálfvirknivætt og að þar verði enginn starfandi, öll vinna verði bara uppi á millidekki. Þetta kallar á mikið skipulag því allt er þetta takmarkað af lengd og breidd bátsins. Sem gamall sjóari finnst mér mjög gaman að taka þátt í þessu, en þetta er mjög flókið.“

Þá sé áhersla lögð á hagkvæmni og sparneytni.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, segir áherslu lagða á hagkvæmni í …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, segir áherslu lagða á hagkvæmni í hönnun tveggja nýsmíða fyrir útgerðina. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Spurður um hinn bátinn viðurkennir Binni að hönnunin sé skemmra komin en þar er um að ræða 40 metra togbát sem gæti stundað netaveiðar samhliða. „Þá værum við að tala um bát sem er svipaður Brynjólfi, sem við lögðum fyrir 2 árum. Vinnslustöðin er eina stærri útgerðin sem stundar netaveiðar.“

Ein af áskorununum er að hanna bát til þessara sérhæfðu veiða sem á að geta sinnt verkefninu í 15 til 20 ár og að hann uppfylli kröfur til annarra veiða þannig að báturinn verði söluvænlegur að tímabilinu loknu.

Fjörtíu metra nýsmíði Vinnslustöðvarinnar verður búinn til tog- og netaveiða.
Fjörtíu metra nýsmíði Vinnslustöðvarinnar verður búinn til tog- og netaveiða. Mynd/Skipasýn

Lesa má viðtalið við Binna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.24 445,25 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.24 447,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.24 344,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.24 192,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.24 181,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.24 184,51 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.24 306,80 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.5.24 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.5.24 Biggi SI 39 Handfæri
Þorskur 452 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 474 kg
27.5.24 Arndís HU 42 Handfæri
Þorskur 625 kg
Samtals 625 kg
27.5.24 Dúddi ÍS 64 Handfæri
Þorskur 559 kg
Samtals 559 kg
27.5.24 Rósin ST 54 Handfæri
Þorskur 676 kg
Samtals 676 kg
27.5.24 Njáll SU 8 Handfæri
Þorskur 569 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 572 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.24 445,25 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.24 447,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.24 344,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.24 192,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.24 181,63 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.24 184,51 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.24 306,80 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.5.24 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.5.24 Biggi SI 39 Handfæri
Þorskur 452 kg
Ýsa 22 kg
Samtals 474 kg
27.5.24 Arndís HU 42 Handfæri
Þorskur 625 kg
Samtals 625 kg
27.5.24 Dúddi ÍS 64 Handfæri
Þorskur 559 kg
Samtals 559 kg
27.5.24 Rósin ST 54 Handfæri
Þorskur 676 kg
Samtals 676 kg
27.5.24 Njáll SU 8 Handfæri
Þorskur 569 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 572 kg

Skoða allar landanir »