Fellibylurinn Flórens

35 farast í aurskriðu af völdum Mangkhut

17.9. Hundruð húsa hafa eyðilagst á Filippseyjum og óttast er að 36 manns hið minnsta hafi grafist undir mikilli aurskriðu sem fylgdi í kjölfar þess að fellibylurinn Mangkhut fór yfir eyjarnar. Meira »

Allar leiðir lokaðar vegna Flórens

17.9. Borgin Wilmington í Norður-Karólínuríki er nú algjörlega einangruð frá öðrum hlutum Norður-Karólínuríkis vegna sívaxandi hæðar flóðavatns og eru allir vegir til og frá borginni ófærir. 17 manns hið minnsta hafa látist af völdum Flórens. Meira »

Sextán látin vegna Flórens

16.9. Þrátt fyrir að vindhraðinn á áhrifasvæði Flórens hafi minnkað talsvert búa íbúar í Suður- og Norður-Karólínu á austurströnd Bandaríkjanna sig undir frekari hörmungar vegna látlausra rigninga og mikilla flóða, sem enn bætir í. Meira »

Hættan alls ekki liðin hjá

16.9. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa varað íbúa á þeim sem svæðum, sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Flórens, við því að hættan sé alls ekki enn liðin hjá þar sem óveðrinu fylgi miklar rigningar með tilheyrandi flóðum. Vitað er um þrettán manns sem létust í hamförunum. Meira »

„Sögulega mikil“ úrkoma

15.9. Ríkisstjóri Norður-Karólínu varar íbúa ríkisins sem flúið hafa undan fellibylnum Flórens við því að snúa heim strax þar sem mikil flóðahætta sem getur reynst lífshættuleg hefur skapast. Meira »

Fyrstu dauðsföllin af völdum Mangkhut

15.9. Tvær konur eru látnar á Filippseyjum af völdum hitabeltisstormsins Mangkhut, auk þess sem ein er látin í Taívan. Aurskriða varð konunum tveimur á Filippseyjum að bana en hin drukknaði. Meira »

Flórens nú hitabeltisstormur

14.9. Bandaríska veðurfræðistofnunin hefur lýst því yfir að fellibylurinn Flórens flokkist nú sem hitabeltisstormur, en hægt hefur á vindi og fara vindhviður nú mest upp í 110 km/klst. Meira »

Fyrstu dauðsföllin vegna Flórens tilkynnt

14.9. Fjögur dauðsföll hafa verið tilkynnt í tengslum við fellibylinn Flórens sem nú ríður yfir Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Lögreglan í Wilmington tilkynnti fyrst dauðsföll móður og ungbarns sem létust þegar tré féll á hús þeirra. Meira »

Flórens skellur á austurströndinni

14.9. Fellibylurinn Flórens hefur náð landi á austurströnd Bandaríkjanna en honum fylgir mikið rok, hellirigning og varað er við miklum flóðum. Meira »

Undirbúa sig fyrir hið versta

14.9. Óveður nálgast bæði Filippseyjar og Bandaríkin. Á Filippseyjum er það hinn kröftugi hitabeltisstormur Mangkhut sem óttast er að valdi usla en í Bandaríkjunum fellibylurinn Flórens sem nú er kominn upp að austurströnd landsins og þegar farinn að láta til sín taka. Meira »

Fólk undirbýr flótta vegna Flórens

13.9. „Fólk er óttaslegið og stressað, maður finnur það. Það eru bílaraðir á götunum og seinkanir á vegum. Það er búið að vera upplausnarástand,“ segir Gyða Kolbrún Jones, íslensk kona búsett í Jacksonville í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Meira »

Flórens breytir um stefnu

13.9. Fellibylurinn Flórens er nú ekki eins öflugur og spár gerðu ráð fyrir en bandarísk yfirvöld segja hann þó enn geta valdið miklum hamförum. Hann er nú flokkaður sem annars stigs fellibylur en þar sem hann fer óvenjuhægt yfir gæti hann valdið gríðarlegum flóðum. Meira »

Fjöldi fólks flýr undan Flórens

12.9. Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna eru í óða önn að undirbúa sig fyrir fellibylinn Flórens sem mun líklega koma að ströndinni á föstudagsmorgun. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Norður- og Suður-Karólínu, Virginíu, Maryland og höfuðborginni Washington. Meira »

„Þessi stormur er algjör ófreskja“

12.9. Fellibylurinn Flórens, sem er öflugasti fellibylur sem komið hefur upp að ströndum Karólínuríkjanna tveggja í tæpa þrjá áratugi, á enn eftir að auka styrk sinn. Vara yfirvöld við því að hætta sé á „lífshættulegum flóðum“ næstu tvo sólarhringa. Meira »

Trump gagnrýndur fyrir ummæli um Púertó Ríkó

12.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir að lofa viðbrögð bandarískra yfirvalda er fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó í fyrra. „Ef hann telur dauða 3.000 manns vera árangur, þá Guð hjálpi okkur öllum,“ sagði borgarstjóri höfuðborgar Púertó Ríkó á Twitter. Meira »

Neyðarástandi lýst yfir í Washington

11.9. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, vegna fellibylsins Flórens sem nálgast austurströnd landsins. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, segir að neyðarástandið taki gildi strax en von er á að fellibylurinn fari yfir borgina á fimmtudag. Fellibylnum fylgir hellirigning og hætta verður á flóðum. Meira »

„Mögulega sögulegar hörmungar“

11.9. Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna og er vindhraðinn 225 km/klst. Hillur í stórmörkuðum hafa tæmst og hafa íbúar verið varaðir við hættu á rafmagnleysi og flóðum. Meira »

Lýsa yfir neyðarástandi vegna fellibyls

10.9. Meira en milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á í Suður-Karólínu vegna fellibylsins Flórens sem nálgast land á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Suður-Karólínu, Henry McMaster, fór þess á leit við um milljón íbúa ríkisins að leita skjóls vegna fellibylsins. Meira »

Flórens nálgast austurströnd Bandaríkjanna

10.9. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Suður- og Norður-Karólínu og Virginíu vegna fellibyljarins Flórens sem stefnir á austurströnd Bandaríkjanna. Ef spár ganga eftir gæti Flórens orðið öflugasti fellibylurinn sem fer yfir svæðið í áratugi. Meira »