Reykjavíkurflugvöllur

Píratar vilja innanlandsflug úr Vatnsmýri

10.4. Píratar leggja til að miðstöð innanlandsflugs flytjist úr Vatnsmýrinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýsamþykktri stefnu Pírata í Reykjavík um miðstöð innanlandsflugsins. Áður en til þess komi þarf annar flugvöllur á suðvesturhorni landsins að hafa tekið við miðstöð innanlandsflugsins. Meira »

Óhjákvæmilegt að fá erlenda aðila

9.2. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, telur óhjákvæmilegt vegna hagsmunatengsla hér á landi að fá erlenda aðila til að skoða hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni. Nánari úttekt á Reykjavíkurflugvelli sé þó fyrsta skrefið í vinnu um framtíð flugvallarins. Meira »

Fullkanni flutning í Hvassahraunið

7.2. Fullkanna þarf flugvallarskilyrði í Hvassahrauni jafn fljótt og auðið er, með nauðsynlegum rannsóknum er varða flug á svæðinu. Þetta eru niðurstöður starfshóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem skilaði Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, áfangaskýrslu sinni um málið. Meira »

Skortur á samráði tafði lokun flugbrautar

2.2. Annmarkar á stjórnsýslu Isavia ohf. og Samgöngustofu og einhliða ákvarðanir innanríkis­ráðherra sköpuðu óvissu og töfðu varanlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Að auki hafði þetta nokkurn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð sem erfitt er að meta. Þetta kemur fram í nýrri stjórn­sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Meira »

Finna að stjórnsýslunni

26.10.2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gerir athugasemdir við stjórnsýslu Isavia og Samgöngustofu við lokun flugbrautar 06/24, svokallaðrar neyðarbrautar, á Reykjavíkurflugvelli. Ráðuneytið hefur komið athugasemdum sínum á framfæri við stofnanirnar. Meira »

Áskorun á tilvonandi þingmenn

13.10.2017 „Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlandsflugs og sjúkraflugs fyrir landið allt, þar til jafngóð eða betri lausn finnst.“ Meira »

Landsbyggðin fái bætur fyrir flugvöllinn

25.9.2017 Byggð í Vatnsmýrinni yrði um 143 milljörðum verðmætari en sambærileg byggð á jaðri höfuðborgarsvæðisins, t.d. í Úlfarsárdal. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka en í henni eru sögð sterk rök fyrir því að að þeir sem beri skertan hlut njóti góðs af því að söluverð íbúða á svæðinu væri hærra en á jaðrinum. Meira »

Lokað á nóttunni

18.9.2017 Umferð einkaflugvéla um Reykjavíkurflugvöll hefur verið heldur meiri það sem af er ári en árið í fyrra. Búist er við svipaðri aukningu og í fyrra. Meira »

Hvassahraun inni í myndinni

14.9.2017 „Við höfum ekki kannað áhuga erlendra aðila á Hvassahrauni sérstaklega,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Meira »

„Þetta á mjög langt í land“

13.9.2017 Margt þarf að skoða og ganga upp áður en hægt er að ræða af alvöru hugmyndir um að velja Hvassahraun í Vogum sem öryggisflugvöll á suðvesturhorninu eins og rætt er um í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Þarf tvo flugvelli á Suðvesturlandi

11.9.2017 Almennt öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar felst fyrst og fremst í að gera viðkomandi stjórnvöldum og björgunarsveitum kleift að bregðast hratt og áreiðanlega við aðstæðum sem borgurum og jafnvel þjóðfélaginu í heils stafar ógn af. Þetta eru megin niðurstöður skýrslu um öryggishlutverk vallarins. Meira »

Borgarstjóri í starfshóp um flugvöllinn

11.9.2017 Ráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta kom fram á fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem fram fór í Iðnó fyrr í dag. Meira »

Rannsaki flugvallarmálið

6.7.2017 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, mun fela innri endurskoðun borgarinnar að rannsaka aðdraganda að lokun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Meira »

Rannsaki lokun á flugbraut

4.7.2017 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á aðdraganda þess að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Meira »

Neyðarbrautinni hefur verið lokað

27.6.2017 Samgöngustofa hefur staðfest við Morgunblaðið að svokölluð neyðarflugbraut á Reykjavíkurflugvelli, 06/24, er lokuð.  Meira »

Aukning við flugvöllinn

23.6.2017 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík íhuga að heimila fleiri íbúðir í fyrirhuguðu hverfi við Reykjavíkurflugvöll en áður var miðað við. Þegar hefur verið ákveðið að fjölga íbúðum á Hlíðarendasvæðinu, úr 600 í 780. Meira »

Dagur: Ný flugstöð verður færanleg

21.6.2017 Ný flugstöð í Vatnsmýrinni verður í færanlegum húsum. Þetta segir borgarstjóri Reykjavíkur. „Þannig að það sé einfalt að flytja þau á nýjan stað,“ segir hann spurður út í yfirlýsingu samgönguráðherra um að vonir standi til að framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni hefjist á næsta ári. Meira »

Ný flugstöð rís í Vatnsmýrinni

21.6.2017 Jón Gunnarsson samgönguráðherra vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári.  Meira »

Hentar ekki fyrir flugvöll

27.5.2017 Ólafur Þór Ólafsson, formaður Svæðisskipulags Suðurnesja, segir hugsanlegan flugvöll í Hvassahrauni myndu verða á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. Því sé ekki víst að leyfi verði veitt fyrir flugvelli. Meira »

Ekki leyfi fyrir lokun brautar

15.5.2017 Formlegt leyfi fyrir lokun svonefndrar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli hefur ekki verið gefið út af Samgöngustofu, enda hefur áhættumat viðvíkjandi lokuninni ekki verið gert. Meira »

Ráðherra opni neyðarbrautina á ný

24.2.2017 Þingflokkur framsóknarmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ráðherra samgöngumála verði falið að sjá til þess að svonefnd neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný svo fljótt sem verða megi. Meira »

Óvissa um nýja flugstöð

20.1.2017 Ekkert er því til fyrirstöðu að sótt verði um byggingarleyfi fyrir nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt deiliskipulagi sem tók gildi um mitt ár 2016. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Vilja að flugbraut verði opnuð á ný

19.1.2017 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hvetur borgarstjórn Reykjavíkur eindregið til að opna tafarlaust aftur NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaða neyðarbraut, meðan ekki hefur fundist önnur viðunandi lausn. Meira »

Harma lokun flugbrautarinnar

13.1.2017 Sveitarstjórn Langanesbyggðar harmar eindregið ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um lokun suðvesturbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svonefndri neyðarbraut. Segir í ályktun sveitastjórnarinnar að ákvörðunin um lokunina mun hafa grafalvarlegar afleiðingar. Meira »

Ráðherra á sömu blaðsíðu og borgarstjórn

12.1.2017 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að það virðist vera sem samgönguráðherra sé á sömu blaðsíðu og meirihluti borgarstjórnar hvað varðar flugvöllinn í Reykjavík. Meira »

Vill uppbyggingu á flugvellinum

12.1.2017 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, segir að það standi ekki til að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg svo að flugvöllurinn í Vatsmýrinni hverfi ekki þaðan. Hann segir að samkomulag þurfi að nást við borgina. Meira »

Neyðarbrautin verði opnuð á ný

5.1.2017 Bæjarráð Akureyrarbæjar krefst þess að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á nýjan leik þar til önnur og jafngóð lausn finnst. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi ráðsins í morgun. Meira »

Vill opna hliðstæða flugbraut í Keflavík

30.12.2016 Innanríkisráðuneytið skoðar nú möguleikann á opnun sérstakrar neyðarbrautar á Keflavíkurflugvelli. Skýr vilji er af hendi ráðherra fyrir því að sú flugbraut verði opnuð í stað suðvesturbrautarinnar sem var lokað á Reykjavíkurflugvelli í sumar. Meira »

Sjúkraflug komst ekki til Reykjavíkur

28.12.2016 Sjúkraflugvél með sjúkling frá Höfn í Hornafirði gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli þar sem neyðarflugbraut 24 er lokuð fyrir flugumferð og þurfti því að fljúga með hann á sjúkrahúsið á Akureyri. Meira »

Hefði verið hægt að nota NA/SV-brautina

20.12.2016 Hægt hefði verið að nota eina flugbraut á Reykjavíkurflugvelli núna í dag þótt völlurinn sé að öðru leyti lokaður vegna hliðarvinda. Sú braut er NA/SV-brautin sem snýr upp í vindinn en henni hefur nú verið lokað Meira »