Secret Solstice

Jákvæðni ríkir í garð Secret Solstice

24.6. „Mér heyrist, miðað við umræðuna, að fólk sé jákvæðara í ár en hefur verið,“ segir María Gestsdóttir, varaformaður Íbúasamtaka Laugardals, spurð um upplifun íbúa Laugardals af Secret Solstice-tónlistarhátíðinni sem haldin var um helgina. Meira »

„Eins og í lygasögu“

23.6. Stemningin á tónlistarhátíðinni Secret Solstice var mögnuð í gær. Allt fór vel fram og allir voru í góðu skapi. Flottasta kvöldið er þó í kvöld, segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Aron Can með Black Eyed Peas

23.6. Eftir einhverjar viðræður tók will.i.am ákvörðun um að Aron Can rappari stigi með honum á svið á Secret Solstice í gær. Það vakti lukku. Meira »

10 þúsund manns á Secret Solstice

23.6. Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi og fór frekar vel fram að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um það bil fimmtán fíkniefnamál komu upp í tengslum við hátíðina í gær en þau voru 18 daginn áður. Meira »

„Allt samkvæmt áætlun“ eftir röð í gær

22.6. Hatari og Black Eyed Peas eru á Secret Solstice í kvöld. Að sögn blaðafulltrúa eru dagpassarnir að seljast upp og fólk er þegar mætt á svæðið. Þegar mest lét voru um 10.000 á svæðinu í gær, að sögn. Meira »

Fyrsti í Solstice í blíðskaparveðri

21.6. Secret Solstice tónlistarhátíðin fór frábærlega af stað í blíðskaparveðri. Síðustu tónleikarnir í kvöld standa yfir til hálftólf. Myndir af vettvangi sýna stemninguna í kvöldsólinni. Meira »

Gera ráð fyrir frábærri hátíð

20.6. Undirbúningur fyrir Secret Solstice-hátíðina hefur gengið vonum framar að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma til móts við kvartanir íbúa og mikil ánægja er með þá tónlistarmenn sem hlaupa í skarðið fyrir þá sem hafa forfallast. Meira »

Rae Sremmurd urðu að Pusha T

19.6. Óhætt er að segja að dagurinn á skrifstofu skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi verið viðburðaríkur en töluverðar breytingar hafa orðið á lista yfir þá listamenn sem fram koma á hátíðinni sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Meira »

MTV sendir tökulið á Secret Solstice

8.5. MTV hefur valið Secret Solstice sem eina af fimm bestu og áhugaverðustu tónlistarhátíðunum í Evrópu í sumar og hyggst senda tökulið til landsins. Meira »

Secret Solstice verði haldin sama hvað

9.4. Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í sumar, með eða án stuðnings Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Þar segir einnig að það sé ekki rétt að hátíðin skuldi bandarísku rokkhljómsveitinni Slayer fyrir framkomu sína á hátíðinni. Meira »

Slayer stefnir Secret Solstice

6.4. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer hefur stefnt tónlistarhátíðinni Secret Solstice vegna sextán milljón króna skuldar, þar sem Slayer hefur enn ekki fengið greitt fyrir að koma fram á hátíðinni síðasta sumar. Meira »

Breyta verkferlum til að bæta umgengni

20.6.2017 Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secert Solstice, sem fram fór í Laugardalnum um helgina, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um frágang eftir hátíðina. Þegar sé hafist handa við að breyta verkferlum sem eigi við til að taka betur á þessu máli á næsta ári. Meira »

34 fíkniefnamál á Secret Solstice

20.6.2017 Fjórir til fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um helgina og höfðu sér til aðstoðar tvo fíkniefnaleitarhunda. Alls komu upp 34 mál á hátíðinni sem tengja má við fíkniefnaeftirlitið, þar af tvær stórar haldlagningar. Meira »

Prodigy í miklu stuði á Secret Solstice

17.6.2017 Breska hljómsveitin The Prodigy steig síðust á stokk á Valhallar-sviðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í kvöld. Hellirigning var í upphafi tónleikanna en tónleikagestir létu það ekki á sig fá. Hljómsveitin hef­ur þar með komið fimm sinnum fram hér á landi. Meira »

Dave Grohl hrósaði Íslendingum í hástert

16.6.2017 Bandaríska rokksveitin Foo Fighters steig á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í kvöld og flutti þar flest af sínum bestu lögum, auk þess sem þrjú ný lög voru frumflutt. Forsprakkinn Dave Grohl sagði Ísland vera sanna fyrirmynd því hérna beri fólk mikla virðingu fyrir náttúrunni. Meira »

Aukinn viðbúnaður á Solstice

15.6.2017 Viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem hófst í Laugardalnum í dag er meiri en hann var í fyrra. Tveir sjúkrabílar verða staðsettir þar allan tímann, auk þess sem svokallaðar stjórnendavaktir eru þar með tveimur slökkviliðsmönnum. Meira »

Ekki upplifa Solstice í gegnum Snapchat

15.6.2017 Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst í dag og leikið verður á tveimur sviðum þennan fyrsta dag, Valhöll og Hel. Dagskráin hefst klukkan 17:30 en mikil eftirvænting er fyrir bandarísku tónlistarkonunni Chaka Khan en hún stígur á svið 22:30 í kvöld. Meira »

Frumstæð athöfn

15.6.2017 Bandaríski raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire, réttu nafni Ali Shirazinia, er einn þeirra sem koma munu fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem hefst í dag í Laugardal en hann þykir með þeim fremstu í heimi þegar kemur að rafmagnaðri danstónlist. Meira »

Stærsta sviðið til þessa komið upp

12.6.2017 Búið er að setja upp stóra sviðið á Secret Solstice hátíðinni sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Að sögn skipuleggjenda er það stærsta svið sem sett hefur verið upp hér á landi og breytir miklu fyrir framkvæmdina. mbl.is kíkti í Laugardalinn í dag. Meira »

„Drottning fönksins“ á Secret Solstice

28.2.2017 Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt um 52 tónlistarmenn til viðbótar sem munu koma fram á hátíðinni í júní. Meðal þeirra má finna Chaka Khan, Rick Ross, Big Sean, The Black Madonna, Lane 8 og marga fleiri en alls hafa hátt í 100 atriði verið staðfest. Meira »

Secret Solstice biðst afsökunar á töfum

22.6.2016 Starfsfólk Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar biðst afsökunar á röðum og öðrum uppákomum sem spilltu hátíðinni fyrir sumum tónlistargestum, í yfirlýsingu sem Secret Solstice sendi frá sér. Meira »

Öll bönd úti í miðnætursólinni

21.6.2016 „Þetta er miðnætursólarhátíð þannig að ég vil vera með öll bönd úti. Radiohead vildu vera inni en í framtíðinni munum við sleppa öllum böndum sem vilja ekki spila úti í miðnætursólinni,“ segir Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi Secret Solstice-hátíðarinnar. Meira »

Neytendastofa þarf að meta framhaldið

21.6.2016 „Þetta getur snúist um það hvernig upplýsingagjöf var háttað við kaup á miðanum á hátíðina,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur Neytendastofu. Nokkur óánægja ríkir með skipulagningu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór um helgina. Meira »

Óánægja með skipulagningu á Solstice

20.6.2016 Mikil óánægja ríkir með skipulagningu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór nú um helgina. Á Facebook-síðu hátíðarinnar hafa margir tjáð sig um hvað illa hafi verið staðið að skipulagningu, atriðum breytt án nokkurs fyrirvara og hvað starfsfólk hátíðarinnar hafi verið illa upplýst og upplýsingaflæði lítið. Meira »

10 ára og harður aðdándi Die Antwoord myndasyrpa

19.6.2016 Þrátt fyrir ungan aldur er Reynar Hlynsson einn harðasti aðdáandi suðurafrísku rappsveitarinnar Die Antwoord á landinu. Hann segist hafa beðið lengi eftir tónleikum sveitarinnar en hún treður upp klukkan ellefu í kvöld á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardalnum. Meira »

Tónleikarnir vekja heimsathygli

19.6.2016 Fyrstu tónleikar heims sem haldnir eru inni í eldfjalli fóru fram hér á landi í gær þegar Chino Moreno, söngvari og gítarleikari rokksveitarinnar Deftones, tróð upp ofan í Þríhnúkagíg. Meira »

Die Antwoord treður upp klukkan 23

19.6.2016 Suðurafríska rappsveitin Die Antwoord mun koma fram á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni klukkan 23:00 í kvöld innan í Hel.  Meira »

Í litríkri mexíkóskri ávaxta-regnkápu

18.6.2016 Þau Laila Chatila frá Þýskalandi og Ulises Mendoza frá Mexíkó eru stödd hér á landi á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Regnkápa Mendoza vakti athygli blaðamanns mbl.is en hana saumaði hann sjálfur úr ódýru mexíkósku plasti. Meira »

Undir áhrifum Deftones

18.6.2016 „Fanboy-inn í mér er alveg að springa, hann er eiginlega sprunginn og sprakk fyrir viku,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Sveitin mun spila á Valhalla-sviðinu klukkan 21:00 í kvöld á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en næst á eftir þeim mun hljómsveitin Deftones stíga á stokk. Meira »

„Hún er gyðjan mín“

18.6.2016 „Þetta eru lög sem fæðast í kringum það tímabil þegar kærastan mín var erlendis og ég einn og einmana, þunglyndur, graður og ásfanginn,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson sem kemur fram undir listamannsnafninu Auður á Secret Solstice í kvöld. Meira »