Þorsteinn og Kristinn fundnir í Nepal

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

10.12. Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Bálför fór fram í Katmandú

27.11. Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að lík Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fórust í október 1988 við fjallgöngu á fjallinu Pumori í Nepal, séu fundin. Hafa lík þeirra verið afhent aðstandendum og fór bálför þeirra fór fram í Katmandú í dag kl. 14:15 að íslenskum tíma. Meira »

Líkamsleifarnar komnar til Katmandú

26.11. Líkamsleifar Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fórust í fjallinu Pumori í Nepal 1988, eru komnar til höfuðborgarinnar Katmandú. Þar verða líkamsleifar þeirra rannsakaðar til þess að ganga úr skugga um að um Kristin og Þorstein sé að ræða. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

20.11. Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

13.11. „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Voru um kílómetra frá fundarstaðnum

13.11. „Ég man vel eftir þeim [Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnarssyni],“ segir Leifur Örn Svavarsson, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, sem er nýkominn heim úr grunnbúðum Everest. Þar var hann með hóp um kílómetra frá þeim stað þar sem þeir félagar fundust. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

12.11. Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

12.11. Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

12.11. Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Kvöddumst í íbúðinni okkar í London

12.11. „Þeir voru alveg óskaplega skemmtilegir félagar. Það var gaman að vera með þeim. Það var enginn heragi í kringum þessa menn, en þeir voru líka feikilega góðir fjallamenn,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is um þá Kristin Rúnarsson og Þorstein Guðjónsson. Meira »

Þorsteinn og Kristinn fundnir í Nepal

11.11. Lík tveggja íslenskra fjallgöngugarpa, Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, fundust nýverið í Nepal, 30 árum eftir að þeir fórust á niðurleið af fjallinu Pumori í október árið 1988, 27 ára að aldri. Meira »