Plastmagn í sjónum gæti þrefaldast á áratug

Mynd tekin úr geimnum í janúar af skýjafari yfir Atlantshafinu.
Mynd tekin úr geimnum í janúar af skýjafari yfir Atlantshafinu. AFP

Plastmagn í sjónum mun þrefaldast á næsta áratug verði ekkert að gert. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld í Bretlandi.

Plastmengun er aðeins einn ógna sem steðjar að sjónum, aðrar eru m.a. hækkandi yfirborð sjávar, hlýnun hafsins og annars konar mengun, segir í skýrslunni sem ber heitið Foresight Future of the Sea Report.

Skýrsluhöfundar segja hins vegar að leynist tækifæri í hafhagkerfinu, eins og það er orðað. Er því spáð að það muni tvöfaldast fyrir árið 2030.

Meiri þekkingar á hafinu er þörf að mati skýrsluhöfunda sem segja að fara ætti í hafverkefni af af sama áhuga og forvitni og geimferðarverkefni.

Í hafinu er matarkista framtíðar en einnig er þar að ...
Í hafinu er matarkista framtíðar en einnig er þar að finna efni sem nýtast til lyfjagerðar, jafnvel til lækningar á krabbameini. AFP

Skýrslan er tekin saman af sérfræðingum til að upplýsa ráðherra bresku stjórnarinnar um stöðu í málefnum hafsins til skemmri og lengri tíma litið. Í henni er m.a. hvatt til þess að ráðuneyti taki sig saman um regluverk sitt er tengist hafinu.

Einn höfundanna, sérfræðingur bresku Hafrannsóknarstofnunarinnar Edward Hill, segir að hafið sé gríðarlega mikilvægt efnahagslegri framtíð manna. „Níu milljarðar manna munu horfa til hafs eftir mat í náinni framtíð. En samt vitum við svo lítið hvað er þarna niðri.“

Hann segir að mikill áhugi og miklir fjármunir séu settir í það að rannsaka geiminn, þar sé þó fátt sem minni á líf. „Hafsbotninn er iðandi af lífi,“ bendir hann á og nauðsynlegt sé að efla rannsóknir á honum.

Höfundar skýrslunnar segja að það sé til mikils að vinna að halda mengun í hafinu í lágmarki. Hafið sé matarkista nútíðar og framtíðar og líffræðilegur fjölbreytileiki sé lykilatriði í því efni.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...