Tímamótaárangur hjá kappakstursliði HÍ

Team Spark lið HÍ smíðaði rafknúinn bíl og fengu hann ...
Team Spark lið HÍ smíðaði rafknúinn bíl og fengu hann til að keyra, í annað sinn í 7 ár. Liðið tók þátt í kappaksturs-og hönnunarkeppni í Barcelona í ágúst. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er stór áfangi fyrir okkur því þetta er í annað skiptið í sjö ára sögu liðsins sem það tekst að láta bílinn keyra,“ segir Marín Lilja Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark, kappakstursliðs verkfræðinema við Háskóla Íslands.

Liðið smíðaði rafknúna kappakstursbílinn TS18 og keppti í alþjóðlegri kappaksturs- og hönnunarkeppni stúdenta undir merkjunum Formula Student í Barcelona. Team Spark tók þátt í rafmagnsbílakeppninni og tókst liðinu, líkt og áður sagði, að láta bílinn keyra.

Öflugt Team Spark lið Háskóla Íslands.
Öflugt Team Spark lið Háskóla Íslands. Ljósmynd/Aðsend

81 lið hvaðanæva úr heiminum tók þátt í keppninni, mörg hver úr háttvirtum háskólum á borð við Stuttgart-háskóla og ETH Zürich í Sviss. Keppninni lauk 26. ágúst síðastliðinn en strangur undirbúningur hafði staðið yfir síðan í haust.

„Þetta var mikil vinna allt árið, utan skóla og jafnvel á skólatíma,“ segir Marín. Hún hefur starfað í tvö ár í Team Spark og þekkir því vel til verkefnisins. Aðspurð segir hún miklar breytingar hafa verið gerðar í ár sem stuðluðu að árangrinum, t.d. var rafmagnshópurinn mun stærri í ár en áður.

Verðlaun fyrir besta liðsandann

Lið Team Spark vann verðlaun fyrir besta liðsandann í keppninni. Sá þáttur skiptir miklu máli að mati Marínar en hugað var að liðsandanum fram að keppni og bar það sannarlega árangur í verkefninu. „Við pössuðum að hafa hópefli reglulega. Það var farið í keilu, haldin pítsupartí og venjuleg partí, auk þess sem við fórum í bústaðarferð og héldum litlu jól. Það er mjög mikilvægt að hafa góðan anda.“

Marín Lilja Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark.
Marín Lilja Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Team Spark. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn hefur tekið við Team Spark og er nýliðun í liðinu þegar byrjuð, en opnað var fyrir skráningu í liðið í dag. Flestir komast að sem vilja en 40 til 50 manns komust í liðið seinasta haust. „Við höfum ekki ennþá þurft að velja fólk úr, flestir sem eru áhugasamir hafa komist inn hingað til.“

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...