Bomber - fluga vikunnar

Bomber er fluga vikunnar. Útgáfurnar eru margar og litríkar.
Bomber er fluga vikunnar. Útgáfurnar eru margar og litríkar. Ljósmynd/Veiðihornið

Fluga vikunnar er Bomber. Bomber hefur verið að koma sterkur inn í sumar t.a.m. í Miðfjarðará. Bomber er laxaþurrfluga sem mikið er notuð í Kanada og norðvesturríkjum Bandaríkjanna.

„Ólíkt því þegar veitt er með gárutúpum er laxaþurrflugum kastað upp í straum og gæta verður þess að hvorki lína né taumur séu strekkt þannig að flugan fái að fljóta „frjáls“ en fari ekki þvert á straum. Tökurnar geta verið ævintýralegar og oft er nóg að kasta Bomber til að fá fisk af stað. Ef lax sýnir Bomber áhuga en tekur ekki er gott að skipta yfir í smáflugur eftir að búið er að „vekja“ hann,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu um þessa flugu vikunnar. Og það er einmitt stundum þörf á að prófa eitthvað nýtt þegar þeir eru búnir að sjá óteljandi Sunray og Frances.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira