Bomber - fluga vikunnar

Bomber er fluga vikunnar. Útgáfurnar eru margar og litríkar.
Bomber er fluga vikunnar. Útgáfurnar eru margar og litríkar. Ljósmynd/Veiðihornið

Fluga vikunnar er Bomber. Bomber hefur verið að koma sterkur inn í sumar t.a.m. í Miðfjarðará. Bomber er laxaþurrfluga sem mikið er notuð í Kanada og norðvesturríkjum Bandaríkjanna.

„Ólíkt því þegar veitt er með gárutúpum er laxaþurrflugum kastað upp í straum og gæta verður þess að hvorki lína né taumur séu strekkt þannig að flugan fái að fljóta „frjáls“ en fari ekki þvert á straum. Tökurnar geta verið ævintýralegar og oft er nóg að kasta Bomber til að fá fisk af stað. Ef lax sýnir Bomber áhuga en tekur ekki er gott að skipta yfir í smáflugur eftir að búið er að „vekja“ hann,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu um þessa flugu vikunnar. Og það er einmitt stundum þörf á að prófa eitthvað nýtt þegar þeir eru búnir að sjá óteljandi Sunray og Frances.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert