Batman og Catwoman opnuðu Fremri Laxá

Veiðipöddur á kafi í meginþema ferðarinnar. Ofurhetjur. Frá vinstri: Guðný …
Veiðipöddur á kafi í meginþema ferðarinnar. Ofurhetjur. Frá vinstri: Guðný Vilhjálmsdóttir, Katrín Sif Einarsdóttir, Guðfinna Pétursdóttir, Sandra Hrönn Traustadóttir, Hrönn Jónsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.

Fjórða árið í röð var það veiðihópurinn Veiðipöddurnar sem opnaði Fremri Laxá á Ásum. Það eru sex konur sem skipa hópinn og eru þær orðnar hagvanar. Veiðin var býsna róleg í opnunarhollinu. Vissulega settu þær í þó nokkra en lönduðu ekki nema sjö urriðum.

„Áin er mjög vatnsmikil og hröð og það held ég að sé helsta ástæðan að veiðin er miklu minni en til dæmis í fyrra þegar við fengum betri skilyrði,“ sagði Guðfinna Pétursdóttir í samtali við Sporðaköst.

Þorgerður Ólafsdóttir með fallegan urriða úr Fremri. Eins og sjá …
Þorgerður Ólafsdóttir með fallegan urriða úr Fremri. Eins og sjá má á umhverfinu var áin mjög vatnsmikil og flæddi langt upp á bakka. Ljósmynd/Veiðipöddur

Þær hafa verið með þemakvöld í sínum veiðiferðum, eins og vinsælt er í kvennahollum. Nú breyttu þær hins vegar út af vananum. Í stað þemakvölds var meginþema í allri ferðinni. „Það var ofurhetjuþema. Hér voru Batman, Catwoman og skjaldbökurnar og fleiri úr þeim hópi,“ upplýsir Guðfinna hlæjandi.

Þær hafa gert vel við sig í mat og drykk. Kjúklingur, og svo var austurrískur dagur með öllu tilheyrandi, meira að segja súrkáli. Risarækjur og loks snitsel í kvöldmatinn í síðasta kvöldið.

Guðfinna Pétursdóttir fékk þennan á mjög ljóta flugu að eigin …
Guðfinna Pétursdóttir fékk þennan á mjög ljóta flugu að eigin sögn. Rauð og græn fluga en hann vildi hana. Mældist 46 sentímetrar. Ljósmynd/Veiðipöddur

„Við erum búnar að vera mjög duglegar og reyna nánast allt. Allt frá þyngdum túbum, yfir í litlar púpur og allt þar á milli. Ég fékk einn mjög fallegan urriða á mjög ljóta flugu. Hún var rauð og græn og hann tók hana. Rétt tæpir fimmtíu sentímetrar. En við höfum líka verið að missa svolítið. En þetta er mun minni veiði hjá okkur en í fyrra. Það var líka alger mettúr.

Þær sakna svo sannarlega Gíma leiðsögumanns sem hefur verið með þeim síðastliðin þrjú ár en komst ekki núna. En aðstæður hafa verið virkilega erfiðar. Þessu mikla vatnsmagni hefur fylgt að slóðar hafa verið ófærir og því þurftu veiðipöddurnar að labba allt sem farið var og dró það eðlilega mikið úr yfirferð en svæðið er sjö kílómetra langt.

Hér er metnaður í gangi. Vasapeli með árituðu logo og …
Hér er metnaður í gangi. Vasapeli með árituðu logo og nafni. Veiðipöddur. Ljósmynd/Veiðipöddur

En þetta er hluti af því að kynnast veiðisvæði. Upplifa erfiðu tímana og þá kunna flestir betur að meta þegar ævintýrin gerast eins og þær upplifðu í fyrra þegar Veiðipöddur voru í mokveiði. Á þessum tíma árs er veðrið oft stærsti áhrifavaldurinn og þeir fengu svo sannarlega að upplifa það.

„Þetta var svo ofboðslega gaman. Við ætlum ekki að sleppa þessu holli. Erum þegar farnar að skipuleggja tíu ára afmælið,“ skellihlær Guðfinna.

Fremri Laxá fellur úr Svínavatni í Laxárvatn. Laxá á Ásum á svo upptök sín úr þessu sama vatni. Veiðin í Fremri laxá er getur verið ævintýraleg en þar veiðast að meðaltali á hverju sumri um 3,800 urriðar. Flestir frekar smáir en kröftugir. Stærri fiskar leynast innan um eins og gefur að skilja. Alltaf gengur eitthvað af laxi upp í ána og er meðalveiði á laxi í kringum þrjátíu fiskar á sumri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert