Sterkar jalapeno kjötbollur

Kjötbollurnar bragðast vel með gráðostasósu
Kjötbollurnar bragðast vel með gráðostasósu cinnamonspiceandeverythingnice.com

Þessar sterku bollur henta vel á hlaðborðið, sem forréttur eða með spagettí. Bollurnar vekja lukku hjá bæði ungum og öldnum, aðallega þegar þær fylgja með gómsætri sósu. Uppskriftin kemur af heimasíðunni CinnamonSpiceAndEverythingNice.com.

Hráefni:

  • Hálft kíló nautahakk
  • 220 grömm af jalapeno rjómaosti frá Philadelphia
  • Eitt þeytt egg
  • 1/3 bolli af brauðmylsnu
  • Fjórar sneiðar af elduðu beikoni, mulið
  • Einn bolli af cheddar osti
  • Tvær matskeiðar af lauk, söxuðum smátt
  • Þrír hvítlauksgeirar, saxaðir
  • Ein teskeið chili-pipar
  • Ein teskeið oregano krydd
  • 1/2 teskeið kúmen
  • 3/4 teskeið salt
  • 1/4 teskeið svartur pipar

Aðferð:

Blandaðu öllu hráefninu saman með gaffli í stóra skál.
Forhitaðu ofninn í 200°.
Notaðu matskeiðar og hendurnar til að móta litlar bollur úr hráefninu.
Raðaðu bollunum í eldfast mót.
Bakaðu bollurnar í um það bil 15 mínútur.
Berist fram með sósu að eigin vali eða með spagettí.

Bollurnar henta vel sem forréttur
Bollurnar henta vel sem forréttur cinnamonspiceandeverythingnice.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert