Satay-kjúklingaspjót sem trylla

Viktor Örn Andrésson, landsliðskokkur og kjúklingameistari, er gestur í eldhúsi Matarvefjarins næstu miðvikudaga. Hér kennir hann okkur að elda stórkostleg kjúklingaspjót sem svíkja engan. Sjálf hef ég gert þau nokkrum sinnum og er á því að þetta sé bestu kjúklingaspjót sem ég hef smakkað! Gestirnir munu gráta þegar þeir bragða á þessari snilld. 

Sósan:
150 g hnetusmjör
1 dós kókosmjólk
40 g sojasósa
1 tsk. chillímauk (paste)
1 tsk. grænt karrý
1 lime – safinn 
1/2 búnt kóríander, saxað 

Allt sett í blandara nema kóríanderið. Það fer út í eftir að búið er að blanda. Ath. sósa þykkist þegar hún kólnar.

Best er að marinera kjúklinginn í sólarhring í sósunni.

Annað:
Kjúklingalundir, 100% Holtakjúklingur (lundir þræddar upp á spjót) eða leggir
1 búnt vorlaukur
1 dl saxaðar kasjúhnetur til að strá yfir spjótin áður en þau eru borin fram
Spjót
Saltið áður en grillað er 

Þessi kjúklingaspjót eru algjört dúndur en þau má vel nota …
Þessi kjúklingaspjót eru algjört dúndur en þau má vel nota köld daginn eftir út í salat. mbl.is/Tobba Marinós
Ég skellti í spjótin um síðustu helgi og bauð upp …
Ég skellti í spjótin um síðustu helgi og bauð upp á spínatsalat með fersku mangó og ólífuolíu. mbl.is/TM
Sósan er algjörlega guðdómleg og fær fólk til að tilbiðja …
Sósan er algjörlega guðdómleg og fær fólk til að tilbiðja salthnetur að eilífu. mbl.is/TM
mbl.is