Dásamleg döðlukaka með lakkríshrauni

Döðlukaka frá Sumac
Döðlukaka frá Sumac mbl.is/Kristinn Magnússon
Þetta er engin hefðbundin döðlukaka heldur þróuð af meisturunum á Sumac grill + drinks. Hér erum við að tala um döðlukarmelu, vanilluís og síðan lakkríshraun. Ef þessi blanda er ekki nóg til að fá hefðbundin matarunnanda til að gráta þá vitum við ekki hvað.  
Dásamleg döðlukaka
 • 230 g hveiti
 • 11 g lyftiduft
 • 5 g salt
 • 200 g púðursykur
 • 100 g döðlusíróp
 • 100 g hunang
 • 250 g mjólk
 • 120 g brúnað smjör (soðið í potti þar til orðið létt brúnað)
 • 140 g döðlumauk
 • 3 stk. egg

Öllum þurrefnum blandað saman, bætt svo út í restinni rólega.

Sett í form og bakað á 160°C í 15mín. (Ef í stærri formum þá þarf meiri tíma).

Döðlukaramella

 • 200 g sykur
 • 60 g glúkósi
 • 100 g rjómi
 • 100 g döðlu-molasses

Sykur og glúkósi er soðið í potti þar til brúnast, þá er rjóma og döðlu-molasses bætt í og soðið þar til góð karamella hefur myndast.

Vanilluís

 • 500 g mjólk
 • 500 g rjómi
 • 200 g eggjarauður
 • 200 g sykur
 • 1 stk. vanilla

Mjólk og rjómi hitað að suðu með vanillunni.

Eggjarauður og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst. Hellið svo mjólkurblöndunni yfir eggin. Setjið í pott og hrærið rólega þar til blandan hefur náð 81°C. Kælið í klakabaði. Þegar blandan er orðin köld setjið í ísvél og hrærið ísinn upp.

Lakkríshraun

 • 700 g rjómi
 • 100 g sykur
 • 100 g lakkrís

Setjið lítið eldfast mót inn í frysti og frystið yfir nótt eða í 3 tíma. Sjóðið upp á öllu og kælið. Setjið í rjómasprautu með 2 hylkjum. Sprautið svo rólega í eldfasta mótið og frystið. Þegar allt er frosið þá er lakkríshraunið brotið upp.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »