Grillað lamb með sesam- og appelsínumarineringu

Grilluð lambasteik með sesam- og appelsínumarineringu.
Grilluð lambasteik með sesam- og appelsínumarineringu. mbl/Arnþór Birkisson

Það verður seint hægt að fá nóg af góðu kjöti þótt að úti sé skelfingarveður um nánast allt land. En við látum það ekki á okkur fá enda löngu vitað að flest grill eru vatnsheld og við værum ekki Íslendingar nema við grilluðum í öllum veðrum. 

Hér gefur að líta enn eina snilldina frá Hafliða Helgasyni, matreiðslumeistara en hér hefur hann búið til sesam- og appelsínumarineringu sem er vandræðalega góð og gerir mikið fyrir kjötið. 

Grilluð lambasteik með sesam- og appelsínumarineringu 

  • 2 pk. lambasteikur, mínútusteikur 200 gr hver pakki
  • 2 msk. sesam olía
  • 1 msk. sesamfræ, ristuð
  • 1 appelsína, börkur og safi
  • 1 msk. ostrusósa
  • 1 romaine salathaus
  • ½ appelsína
  • 3 msk chili olía

Aðferð: 

Blandið kjöti ásamt, sesamolíu, sesam fræjum, appelsínuberki, appelsínusafa og ostrusósu og marinerið í að minnsta kosti 10 mínútur. Grillið eða steikið í 2 mínútur hvora hlið.

Skerið romaine langsum, penslið með chili olíu og grillið í u.þ.b. 1 mínútur á hvorri hlið á meðalhita. Skerið appelsínu í báta, penslið með olíu og grillið í 2 mínútur á meðalhita.

Hafliði Halldórsson kann að grilla.
Hafliði Halldórsson kann að grilla. mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is