Kanntu brauð að baka?

Lítið má er að baka girnilega kanilsnúða.
Lítið má er að baka girnilega kanilsnúða.

Heimabakað brauð er mögulega það lekkerasta sem hægt er að bjóða upp á auk þess sem það þykir sérlega vandað að senda börnin með þannig veislukost í nesti. Þannig getur hefðbundið meðalforeldri skorað fjöldamörg stig með því einu að henda í nokkrar bollur og hafa gaman af. Það er jafnvel hægt að gera leikinn enn einfaldari með því að kaupa tilbúið bolludeig frá TORO úti í næstu búð en svo er hægt að taka leikinn á næsta stig og breyta bollunum í hvað sem er. Þannig er hægt að gera fylltar bollur, kryddbollur, kanilsnúða, pítsusnúða eða skinkuhorn – allt úr sömu grunnblöndunni.

Ekki þykir börnunum heldur leiðinlegt að fá að taka þátt í gleðinni og því má færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé með snjallari afþreyingarmöguleikum sem í boði eru.

Fylgið leiðbeiningum utan á pakkningunum (hér erum við að miða við að notað sé bollumix úr búð).

Þegar komið er að því að hnoða deigið í bollur skulið þið fletja það út.

100 g brætt smjör

5 msk. sykur

2 msk. kanill

Penslið smjörið á deigið og sáldrið síðan sykri og kanil yfir. Rúllið deiginu upp í fallega lengju og skerið síðan í sneiðar og leggið á ofnplötuna. Bakið samkvæmt leiðbeiningum og munið að mynda herlegheitin og deila á samfélagsmiðlum með uppgerðarhógværð og krúttlegu millumerki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert