Gourmet pítsa sem gleður hjartað

Pizza með heilhveitibotni, ricotta og grænkáli.
Pizza með heilhveitibotni, ricotta og grænkáli. mbl.is/Columbus Leth

Stundum kallar kroppurinn á eitthvað hollt – hann heimtar eitthvað annað en rjómasósu. Þá er tilvalið að fá sér pizzu með grænkáli og ricotta-osti, sem er líka svona glettilega gott.

Girnilega holla pizzan

 • 2 heilhveiti pizzadeig
 • Ólífuolía
 • 250 g cherry tómatar
 • 300 g grænkál
 • 1 msk. ólífuolía
 • Salt og pipar
 • Chiliflögur á hnífsoddi
 • 250 g ricotta

Ofan á:

 • 100 g parmesan
 • 1 sítróna

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 200°.
 2. Leggið pizzadeigin á bökunarpappír á bökunarplötu.
 3. Skolið tómatana og skerið í báta.
 4. Steikið tómatana upp úr olíu í nokkrar mínútur á heitri pönnu. Slökkvið undir og bætið við salti, pipar, chiliflögum, rifnum sítrónuberki og grænkáli. Blandið vel saman.
 5. Smyrjið pizzabotnana með ricotta og dreifið blöndunni af pönnunni jafnt á pizzadeigin.
 6. Bakið við 200° í 15 mínútur þar til botninn er orðinn stökkur.
 7. Berið fram með grófrifnum parmesan og fínrifnum sítrónuberki. Upplagt er að gera einnig tómatasalat til að njóta með.
mbl.is
Loka