Gourmet pítsa sem gleður hjartað

Pizza með heilhveitibotni, ricotta og grænkáli.
Pizza með heilhveitibotni, ricotta og grænkáli. mbl.is/Columbus Leth

Stundum kallar kroppurinn á eitthvað hollt – hann heimtar eitthvað annað en rjómasósu. Þá er tilvalið að fá sér pizzu með grænkáli og ricotta-osti, sem er líka svona glettilega gott.

Girnilega holla pizzan

  • 2 heilhveiti pizzadeig
  • Ólífuolía
  • 250 g cherry tómatar
  • 300 g grænkál
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Chiliflögur á hnífsoddi
  • 250 g ricotta

Ofan á:

  • 100 g parmesan
  • 1 sítróna

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°.
  2. Leggið pizzadeigin á bökunarpappír á bökunarplötu.
  3. Skolið tómatana og skerið í báta.
  4. Steikið tómatana upp úr olíu í nokkrar mínútur á heitri pönnu. Slökkvið undir og bætið við salti, pipar, chiliflögum, rifnum sítrónuberki og grænkáli. Blandið vel saman.
  5. Smyrjið pizzabotnana með ricotta og dreifið blöndunni af pönnunni jafnt á pizzadeigin.
  6. Bakið við 200° í 15 mínútur þar til botninn er orðinn stökkur.
  7. Berið fram með grófrifnum parmesan og fínrifnum sítrónuberki. Upplagt er að gera einnig tómatasalat til að njóta með.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert