Súkkulaðikleinuhringir sem krakkarnir elska

mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Mömmur.is er með skemmtilegri vefsíðum á landinu en þar er að finna aragrúa snjallra hugmynda og skemmtilegra uppskrifta. Það er Hjördís Dögg Grímarsdóttir sem er konan á bak við síðuna og hér fáum við hjá henni frábæra uppskrift að súkkulaðikleinuhringjum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá krökkum. 

Bloggið hennar Hjördísar er hægt að nálgast HÉR.

Súkkulaðikleinuhringir

  • 150 g hveiti
  • 6 msk. rjómi frá Gott í matinn
  • 80 g suðusúkkulaði
  • 80 g mjólkursúkkulaði
  • Súkkulaðihjúpur:
  • 1 dós Óskajógúrt með jarðarberjum (180 g)
  • 2 stk. egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 60 g smjör (brætt)
  • 2 msk. sykur
  • 60 g púðursykur
  • Salt á hnífsoddi
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • 40 g kakó
  • Kökuskraut til að skreyta hvern kleinuhring.

Aðferð:

  1. Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sett saman í skál.
  2. Bræddu smjöri, jógúrt, vanilludropum og eggjum blandað vel saman og þurrefnunum síðan blandað saman við.
  3. Blandan er sett í sprautupoka og síðan sprautuð í sérstök kleinuhringjamót. Það er einnig hægt að búa til kleinuhringjalögun með því að nota bollakökubökunarmót og nota álpappír til að gera gat í hvern hring.
  4. Kleinuhringirnir eru bakaðir við 170°C blástur í um 12-15 mínútur.
  5. Súkkulaðhjúpurinn er búinn til með því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og hræra rjóma saman við til að þynna hjúpinn.
  6. Hverjum og einum kleinuhring er dýft í súkkulaðihjúpinn og kökuskrauti sáldrað yfir.
Hér eru kleinuhringirnir fullbakaðir og fínir. Næsta skref er að …
Hér eru kleinuhringirnir fullbakaðir og fínir. Næsta skref er að dýfa þeim ofan í brætt súkkulaðið til að hjúpa þá. mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert