Bjó til franska glugga í eldhúsið

mbl.is/María Gomez

Franskir gluggar eru ótrúlega fagrir og marga sem dreymir um slíka dásemd en hægt er að græja slíka glugga með fremur einföldum hætti eins og María Gomez gerði á dögunum. 

Notast var við fíngerða trélista sem voru mældir, sagaðir og málaðir eftir kúnstarinnar reglum. Útkoman er geggjuð eins og sjá má en ef þið viljið fá ítarlegri leiðbeinigar þá er hægt að nálgast matarblogg Maríu - Paz.is - HÉR.

mbl.is/María Gomez

Það sem þarf:

  • sög og bakka
  • málmband (mjúkt saumaband)
  • hallamál (lítið)
  • trélista (mínir eru frekar fíngerðir með smá kúptu á framhliðinni, alveg sléttir til að þurfa ekki að hornsaga)
  • hvítt sprey (ég keypti Satin Finish)
  • teppalím (ekki þykkt heldur örþunnt)

Aðferð:

  1. Best er að taka bara einn glugga í einu.
  2. Byrjað er á að mæla gluggann þversum á milli pósta. Mikilvægt er að taka mjög stíft mál því þá þrýstist spítan ínn í gúmmíið á karminum og helst þannig.
  3. Notið mjúka málmbandið til að fá sem nákvæmasta mál.
  4. Strikið svo á spítuna með blýanti og sagið hana beint í bakkanum til að fá beint sár (hér þarf engin horn).
  5. Næst þarf svo að finna nákvæmlega miðjuna á glugganum þversum fyrir löngu spítuna og máta hana.
  6. þegar miðjan er fundin er mælt stíft mál fyrir minni spíturnar, sem koma langsum þvert niður frá miðspítunni.
  7. þá er tekið stíft mál beint frá brún miðspítunnar að glugganum. Passa að taka alveg stíft mál.
  8. Þessu er svo smellt í gluggann og mátað.
  9. Takið svo spíturnar og spreyið með spreyinu tvær umferðir.
  10. Þegar þær eru þurrar er þeim púslað í gluggann, og sett teppalím aftan á þær sem þurfa, ef þær eru eitthvað lausar. Passið samt að vera búin að mæla nákvæmlega jafnt bil á milli spítanna áður en þær eru festar.
  11. Þetta þarf að gera fyrir hvern einasta glugga. Ekki mæla einn glugga og saga svo allar spíturnar eftir því máli. Það getur alveg munað mm á milli glugga og þeir skipta miklu máli upp á að þetta passi.
  12. Flóknara en þetta er það ekki.
mbl.is/María Gomez
Hér má sjá listana sem voru notaðir en María spreyjaði …
Hér má sjá listana sem voru notaðir en María spreyjaði þá með lakki. mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka