Töfralausnir með tepoka

Tepokar eru hin mesta snilld við þrútnum augum.
Tepokar eru hin mesta snilld við þrútnum augum. mbl.is/Getty image

Hvern hefði grunað að notaðir tepokar myndu verða til góðs? Hér eru nokkur stórfín ráð um hvernig má nota tepoka eftir góðan morgunbolla.

  1. Ef þú glímir við ólykt í ísskápnum þá er stórgott ráð að smella nokkrum notuðum tepokum í opið ílát og setja inn í ísskáp, og óþefurinn mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.
  2. Notaðu raka svarta tepoka við ryðblettum á pottum og pönnum. Getur þurft nokkur skipti til þar til allt rennur af.
  3. Ertu þrútinn um augun? Láttu volga og raka tepoka liggja á augunum í 20 mínútur og bólgan er á burt.
  4. Ef gólfmottan er farin að lykta er upplagt að dreifa innihaldi tepokans yfir mottuna og leyfa því að liggja á í smástund. Ryksugaðu svo teið upp og mottan mun ilma á ný.
  5. Í stað þess að kaupa ilmspjald á næstu bensínstöð skaltu prófa að hengja upp tepoka sem mun fylla bílinn af nýjum og ferskum ilmi.
Notaðir tepokar vinna bug á ýmsum daglegum vandamálum.
Notaðir tepokar vinna bug á ýmsum daglegum vandamálum. mbl.is/iStock
mbl.is