Servíettubrotið sem fullkomnar veisluborðið

Það er ofur einfalt að græja nokkur jólatré á matarborðið.
Það er ofur einfalt að græja nokkur jólatré á matarborðið. mbl.is/instructables.com

Hvað er skemmtilegra en jólatré á matardiskinn. Við erum ekki að tala um lifandi tré, heldur servíettu í búningi sem jólatré. Allt gert til að gleðja gestina við borðið á stórhátíðinni sem gengin er í garð.

Það finnast margar bréfservíettur í dag sem eru örlítið gæðalegri og í þykkari kantinum en það má einnig notast við tauservíettur sem eru alltaf jafn fágaðar.

mbl.is