Café de Par­is-smjörsósa

mbl.is/Thinkstock

Hér er um að ræða nokkuð margslungna smjörsósu sem er löngu orðin heimsþekkt. Þykir fara best með rib-eye eða sirloin nautasteik. 

Café de Par­is-smjörsósa

  • 250 g smjör
  • 3 hvít­lauksrif
  • 3 an­sjó­s­ur
  • 2 msk dijon-sinn­ep
  • 1 msk kapers
  • 1 tsk graslauk­ur
  • 1 msk fersk stein­selja
  • 1 skalott­lauk­ur
  • 1 tsk Lea & Perr­ins Worchesters­hire-sósa 
  • 80 ml rjómi
  • 1 msk tóm­atþykkni

Bræðið smjörið í potti við lág­an hita. Setjið saxaðan hvít­lauk, kapers, graslauk, stein­selju og skalott­lauk út í smjörið og steikið í nokkr­ar mín­út­ur þangað til hrá­efnið er mjúkt og ilm­ar dá­sam­lega. Bætið við hökkuðum an­sjó­s­um og eldið í 3-5 mín­út­ur til viðbót­ar þar til an­sjó­s­urn­ar bráðna sam­an við smjörið og hverfa. Næst bætið þið við dijon-sinn­epi, worchesters­hire-sósu og tóm­atþykkni og hitið að suðu. Að lok­um hellið þið rjóm­an­um yfir og hitið að suðu á nýj­an leik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert