Lúxus ketólax Jennu Jameson

36 kíló farin frá því að hún hóf vegferð sína …
36 kíló farin frá því að hún hóf vegferð sína í apríl en þá vóg hún 90 kíló. Í dag er hún 54 kíló sem hún segir afskaplega sátt við. mbl.is/Instagram

Ég átti seint von á því að deila uppskriftum frá fyrrum fullorðinsstjörnunni Jennu Jameson en í ljósi þess að hún er heitasta ketó stjarnan í heiminum í dag er ekki annað hægt en að leggjast yfir matarræði hennar og sjá hvort þetta sé eitthvað alvöru gúrmei nasl. 

Þessi laxauppskrift lítur út fyrir að vera spennandi en á Instagram hefur Jenna birt ítarlegar leiðbeiningar um hvernig bera skuli sig að en það er nokkuð einfalt.

Lúxus ketólax Jennu Jameson

  • Góður laxabiti
  • 2-3 hvítlauksgeirar - marðir
  • Lauksalt
  • 3 sítrónusneiðar

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn í 190 gráður.
  2. Settu slatta af smjöri á álpappír og leggðu laxabitann ofan á. 
  3. Síðan er settur slatti af hvítlauk sem búið er að merja svo að safinn komist auðveldlega úr honum. 
  4. Kryddið vel með lauksalti og setjið þrjár sítrónusneiðar yfir. 
  5. Lokið álpappírnum og bakið í ofni við 190 gráður í 10-15 mínútur. 
Hér sýnir Jenna réttu handtökin.
Hér sýnir Jenna réttu handtökin. mbl.is/Instagram
mbl.is