Bulletproof-kaffi sem gefur jafna orku yfir daginn

mbl.is/Maria Gomez

Kaffidrykkir njóta mikilla vinsælda og hið svokallaða Bulletproof-kaffi er sérstaklega vinsælt ... ekki síst hjá þeim sem eru að prufa ketómataræðið.

María Gomez á Paz.is fór á námskeið til Þorbjargar Hafsteinsdóttur næringarþerapista í fyrra til að hjálpa sér með bætiefni og vítamín. Hún lærði að gera þetta kaffi sem hún elskar út af lífinu. Það sé bæði sérlega bragðgott og svo gefi það gríðarlega orku.

Hún segist jafnframt endrum og eins setja hrátt egg út í drykkinn ef hún hefur ekki tíma til að fá sér morgunmat.

Bulletproof-kaffi

  • 1 msk ósaltað íslenskt smjör (þetta í græna bréfinu)
  • 1 msk kókosolía eða MCT-olía
  • 1-2 tsk lífrænt ræktað instantkaffi
  • 2,5 dl soðið vatn
  • 1 msk hlynsíróp (val, ekki notað venjulega en ég verð að hafa kaffið mitt sætt)

Aðferð

  1. Sjóðið vatn í hraðsuðukönnu
  2. Setjið í blandaraglas kaffiduft, smjör, kókósolíu og hlynsíróp ef þið notið það
  3. Þegar vatnið er soðið er því hellt út í blandaraglasið
  4. Hrærið nú í blandaranum á fullum hraða í 5-10 sekúndur

Bulletproof með eggi

  • 1 msk ósaltað íslenskt smjör (þetta í græna bréfinu)
  • 1 msk kókosolía eða MCT-olía
  • 1-2 tsk lífrænt ræktað instantkaffi
  • 1 egg
  • 1 msk hlynsíróp (val)
  • 2,5 dl soðið vatn

Aðferð

  1. Sjóðið vatn í hraðsuðukönnu
  2. Setjið í blandaraglas kaffiduft, smjör, kókósolíu, egg og hlynsíróp ef þið notið það
  3. Þeytið saman það sem er komið í könnuna í eins og um 10 sekúndur
  4. Þegar vatnið er soðið er því hellt út í blandaraglasið
  5. Hrærið nú aftur í blandaranum á fullum hraða í 5-10 sekúndur
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert